Vísindadagur
Vísindadagur Reykjalundar er haldinn árlega, þriðja föstudag í nóvember. Vísindadagurinn er vettvangur fyrir starfsmenn Reykjalundar að kynna niðurstöður rannsókna sinna fyrir samstarfsfólki sínu og öðrum gestum.
Viðfangsefni rannsókna í endurhæfingu eru mjög fjölbreytt enda margar fræðigreinar sem koma þar við sögu. Mörg verkefnin eru að hluta til eða alfarið verkefni í grunn- eða framhaldsnámi í háskóla. Mikilvægi tengsla Reykjalundar við háskóla landsins endurspeglast ekki síst í því.
Hér eru dagskrár og það efni sem kynnt hefur verið á vísindadögum Reykjalundar frá árinu 2004 til þess sem síðast var haldinn.
Næsti vísindadagur verður fimmtudaginn 14. nóvember 2024.