Gæða og öryggismál
Reykjalundur vinnur stöðugt að umbótum í allri starfsemi stofnunarinnar og hefur unnið að uppbyggingu gæðahandbókar samkvæmt endurhæfingarstöðlum CARF sem er alþjóðlegur vottunaraðili innan heilbrigðisþjónustu. Stefnur, verklagsreglur og önnur gæðaskjöl eru birt í gæðahandbók Reykjalundar sem aðgengleg er öllum starfsmönnum stofnunarinnar. Hluti gæðaskjala, s.s. stefnuskjöl eru einnig aðgengileg öllum á vefsíðu Reykjalundar.
Gæðastjóri Reykjalundar er Berglind Gunnarsdóttir berglindg[hja]reykjalundur.is
Gæðastefna Reykjalundar
Öryggismál
Stefna Reykjalundar í öryggismálum er að tryggja sjúklingum, starfsmönnum, aðstandendur og gestum öruggt og heilsusamt umhverfi. Markmið okkar er að vera slysalaus vinnustaður m.a. með því að tryggja fræðslu til starfsmanna og sjúklinga með það að markmiði að efla öryggismenningu og stuðla að aukinni öryggisvitund.
Hjá Reykjalundi starfar öryggisnefnd.
Rýmingaráætlun
Öryggis- og heilbrigðisáætlun Reykjalundar
Persónuverndarmál
Vinnsla persónuupplýsinga er óhjákvæmilegur þáttur af starfsemi Reykjalundar og leggur stofnunin áherslu á að vernda upplýsingarnar með tæknilegum og skipulagslegum ráðstöfunum. Reykjalundur leggur áherslu á að tryggja að öll meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 90/2018 og lögum um sjúkraskrá nr. 55/2009.
Persónuupplýsingar og meðferð þeirra
Þær persónuupplýsingar sem skráðar eru á Reykjalundi hafa allar lagalegan eða þjónustulegan tilgang.
Persónuupplýsingar sem við söfnum í starfseminni skulu vera:
- Löglegar, sanngjarnar og réttar
- Meðhöndlaðar af trúnaði og tryggðar gegn óheimilum breytingum
- Vera skráðar í sérstökum, löglegum tilgangi og ekki síðar notaðar í öðrum óskyldum tilgangi
- Vistaðar eins lengi og þörf er á og lög gera kröfur um
- Vera uppfærðar og aðgengilegar
- Persónuupplýsingar séu aðeins notaðar í upprunalegum tilgangi og eru ekki afhentar öðrum nema að beiðni hlutaðeigandi, með ótvíræðu samþykki hans eða okkur beri lagaleg skylda til.
Hver er þinn réttur
- Þú hefur rétt til að þess að fá allar þær persónulegu upplýsingar sem um þig eru skráðar hvort sem upplýsingarnar eru á rafrænu eða pappírsformi, hvaðan upplýsingarnar komi og til hvers þær eru notaðar.
- Beiðni um upplýsingar, aðrar en upplýsingar úr sjúkraskrá, skal send til persónuverndarfulltrúa Reykjalundar gunnhildur@samtok.is
- Beiðni um aðgang að eigin sjúkraskrá skal send til umsjónaraðila sjúkraskrár Reykjalundar hgf@reykjaundur.is
- Þú hefur rétt til þess að krefjast þess að rangar eða ófullkomnar skráningar verði leiðréttar.
- Þú getur farið fram á að ónauðsynlegum upplýsingum um þig verði eytt nema okkur beri skylda til að varðveita upplýsingarnar samkvæmt lögum og eyðing upplýsinganna á einhvern hátt brjóti á rétti annarrar persónu um persónuvernd
- Synjunum um leiðréttingar á skráningum í sjúkraskrá má skjóta til Embættis landlæknis með kæru.
Persónuverndarfulltrúi
Hjá Reykjalundi er starfandi persónuverndarfulltrúi sem tekur á mótir beiðnum um upplýsingar um persónuverndarmál og er tengiliður við Persónuvernd. Persónuverndarfulltrúi Reykjalundar er Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir með netfangið gunnhildur@samtok.is
Eftirlit
Persónuvernd annast eftirlit með framkvæmd laga um persónuvernd, reglugerða og sérákvæða í lögum sem fjalla um vinnslu persónuupplýsinga. Sérhver skráður einstaklingur eða fulltrúi hans hefur rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef hann telur að vinnsla persónuupplýsinga um hann brjóti í báta við lög eða reglugerðir. Frekar upplýsinga um persónuvernd er að finna á vef stofnunarinnar personuvernd.is
Reglulegt eftirlit er haft með skráningum og uppflettingum í sjúkraskrá, að upplýsingar hafi verið skráðar til samræmis við lög um sjúkraskrár og að aðeins þeir sem hafi til þess lagalega heimild og að undangenginni undirritun trúnaðar- og þagnarskyldu hafi aðgang að upplýsingum um sjúklinga í sjúkraskrá.
Rafræn vöktun á Reykjalundi
Vöktun í sundlaug og móttöku
Í Persónuverndarstefna RL kemur fram að myndefni úr eftirlitsmyndavélum í móttöku og sundlaug er varðveitt í 30 daga. Aðgangur að myndefni er takmarkaður og afhending til lögreglu eða tryggingafélaga er aðeins heimil við sérstakar aðstæður.
Upplýsingaöryggi
Reykjalundur leggur áherslu á örugga meðferð upplýsinga. Upplýsingaöryggisstefna leggur áherslu á vernd upplýsinga og er mikilvæg til að tryggja heilindi og rétt vinnubrögð og til að tryggja öryggi upplýsinga á Reykjalundi fyrir öllum ógnum, innri og ytri, af ásetningi, gáleysi eða af slysni.
Þagnar- og trúnaðarskylda starfsfólks
Um alla meðferð og persónulega hagi sjúklinga á Reykjalundi ríkir trúnaður. Allir starfsmenn, verktakar og nemendur gangast undir trúnaðaryfirlýsingu og skuldbinda sig til að gæta þagmælsku um öll þau atiriði sem þeir fá vitneskju um í starfi á Reykjalundi endurhæfingu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, sérstökum fyrirmælum eða eðli máls samkvæmt, þar á meðal til allra vitneskju um sjúklinga, sjúkdóma þeirra og meðferð, skráningu í sjúkraskrá svo og aðrar persónulegar upplýsingar um sjúklinga, aðstandendur og starfsmenn.
Þagnarskylda og trúnaðarheit haldast þó svo að starfsmaður láti af starfi og ef brotið er gegn trúnaðarskyldum getur það varðar áminningu eða tafarlausum brottrekstri úr starfi.
Að sama skapi eru sjúklingar á Reykjalundi hvattir til að gæta trúnaðar um þau mál sem þeir verða áskynja í meðferðinni. Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Einelti , kynferðisleg áreitni , kynbundin áreitni og ofbeldi – EKKO
Á Reykjalundi á að ríkja starfsumhverfi og menning þar sem sjúklingar, starfsfólk og aðrir sem koma að starfseminni upplifa öryggi og vellíðan. Stuðla skal að andlegri, félagslegri og líkamlegri heilsu með markvissu forvarnarstarfi, skýrum verkferlum, viðbragðsáætlunum, stuðningi og eftirfylgd. Einelti, áreitni, kynbundin áreitni og ofbeldi, kynferðisleg áreitni og ofbeldi verður ekki undir neinum kringumstæðum umborið og er allar ábendingar um slíkt teknar alvarlega. Í tilvikum EKKO skal fylgja forvarnar- og viðbragðsáætlunum sem og viðeigandi verkferlum.
Skilgreiningar og upplýsingar
Einelti
Síendurtekin hegðum sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða valda honum ótta.
Dæmi um hegðun gerenda gagnvart þolanda:
- Viðkomandi eru undir stöðugu eftirliti og markvisst leitað að mistökum hans
- Upplýsingum er haldið frá viðkomandi
- Gagnrýni er látin í ljós á niðrandi eða neikvæðan hátt í viðurvist annarra
- Viðkomandi er markvisst sniðgenginn og útilokaður
- Baktal og slúður
- Einn eða fleiri skemmta sér á kostað annars
- Niðrandi athugasemdir eða dylgjur
- Endurteknar skammir
- Endurtekin stríðni
Obeldi
Hvers kyns hegðun sem leiðir til, eða gæti leitt til , líkamlegs eða sálræns skaða eða þjáningar þess sem fyrir henni verður. Einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennd svipting frelsis.
Kynbundin áreitni
Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk viðkomandi og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, auðmýkjandi eða móðgangi fyrir viðkomandi.
Dæmi.
- Óviðkomandi eða óþægilegar athugasemdir um útlit, framkomu eða einkalíf
- Viðkomandi er ávallt ávarpaður í því kyni sem meirihlutinn tilheyrir
- Efast er um hæfi viðkomandi sökum kyns síns
- Uppnefni þar sem notuð eru gróf kynbundin orð
- Hverskyns útilokun vegna kyns
Kynferðislegt áreitni
Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem er í óþökk þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgangi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.
Dæmi:
- Ónauðsynleg snerting
- Kynferðislegt tal
- Sýning klámfenginna eða kynferðislegra mynda
- Gláp
- Kynferðislegar athugasemdir um útlit eða klæðaburð
Kynferðislegt ofbeldi
Kynferðislegt ofbeldi eru kynferðislegar athafnir gagnvart einstaklingi sem ekki hefur gefið eða er ófær um að veita samþykki sitt. Kynferðislegt ofbeldi getur falið í sér:
- Káf og þukl innan sem utan klæða á kynfærum eða öðrum persónulegum stöðum
- Munnmök
- Samfarir eða tilraun til þeirra
- Kynferðislegar myndatökur, áhorf á persónulega staði eða sýna/senda kynferðislegt efni
Önnur ótilhlýðileg háttsemi
Getur meðan annars falist í lítilsvirðandi framkomu, klámfenginni háttsemi eða snertingu sem þykir nærgöngul eða óviðkomandi.
Hvert get ég leitað
Ef þú verður fyrir einelti, áreiti og/eða ofbeldi innan eða á viðburði á vegum Reykjalundar skalt þú leita til einhverra eftirfarandi aðila.
Sjúklingar eða aðstandendur geta leitað til starfsmanna Reykjalundar sem munu koma málinu í réttan farveg til samræmis við verklagsreglur.
Starfsmaður getur leitað til næsta yfirmanns, aðila öryggisnefndar, trúnaðarmanns eða annars starfsmanns sem hann ber traust til. Viðkomandi mun koma málinu í farveg til samræmis við verklagsreglur. EKKO verklagsreglur eru aðgengilegar starfsmönnum í gæðahandbók Reykjalundar.
Einnig er hægt að hafa samband við eftirfarandi aðila vegna kynferðisbrota:
Hvernig er tekið á málinu
Tekið er á mismunandi hátt á málinu eftir því hvort um viðrun máls er að ræða eða formlega kvörtun.
Í viðrun, sem er oft fyrsta skref kvörtunar eru veittar upplýsinga um hvað felst í formlegri málsmeðferð, farið yfir skilgreiningar EKKO mála skv. Reglugerð og hverjir koma að vinnslu EKKO mála í formlegri málsmeðferð.
Formleg kvörtun um EKKO tilvik fer í formlega málsmeðferð og málið rannsakað og unnið með formlegum hætti samkvæmt skilgreindum verklagsreglum þar um.
Mál skulu ætið meðhöndluð af nærgætni og í fyllsta trúnaði.
Viðurlög við EKKO brotum fara eftir alvarleika brots og getur falist í áminningu eða brottrekstri úr starfi eða meðferð á Reykjalundi.
