Næringarráðgjöf
Í næringarráðgjöf er unnið að greiningu og meðferð næringartengdra vandamála í samvinnu við sjúklinga. Vandamálin geta tengst efnaskiptasjúkdómum, vannæringu, meltingarvandamálum, átröskunum og lífsstílstengdum sjúkdómum eins og offitu og hjarta- og æðasjúkdómum. Markmiðið er að bæta næringarástand, heilsu og lífsgæði með fræðslu og ráðgjöf. Næringarmeðferðin er sérsniðin að þörfum hvers og eins og byggir á vísindalegum grunni. Þjónustan er veitt bæði í formi einstaklingsráðgjafar og hópfræðslu þar sem lögð er áhersla á forvarnir, meðferð og stuðning til sjálfsstyrkingar.
