Gigtarteymi
Endurhæfing gigtarsviðs miðar að því að styðja einstaklinga í að finna leiðir til að lifa með sínum sjúkdómi, bæta lífsgæði og auka virkni í daglegu lífi. Leitast er við að veita þverfaglega, einstaklingsmiðaða og heildræna meðferð. Tekið er á líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum eftir því sem við á. Mikilvægt er að einstaklingar taki virkan þátt í endurhæfingunni.
Gigtarteymi sinnir:
- Einstaklingum með langvinn stoðkerfiseinkenni og/eða magnleysi af völdum gigtarsjúkdóma s.s. bólgugigtar, slitgigtar og vefjagigtar.
- Einstaklingum með langvinn verkjavandamál, magnleysi og líkamlega færniskerðingu eftir bráð eða langvarandi veikindi og álag.