Forsíða » Fræðsla » Námskeið og fræðsla » Streitukerfið og bjargráð

Streitukerfið og bjargráð

Fyrirlestrarnir eru fyrir þá sem finna fyrir hamlandi streitu og vilja læra á taugakerfið og hvernig hægt sé að virkja líkamann til að draga úr áhrifum streitu.

Einu sinni í viku í fjórar vikur, rúllar alla þriðjudaga klukkan 10:00-11:00

Í fræðslunni er útskýrt hvernig streita hefur áhrif á líkamlega og andlega líðan. Farið er yfir virkni ósjálfráða taugakerfisins og af hverju erfitt er að hafa stjórn á streitu.

Fjallað er um hvað getur aukið streitu og hvernig hún getur möglega leitt til kulnunnar. Farið er yfir hvernig hægt er að draga úr áhrifum streitu og hvernig við getum náð tökum á streitukerfinu.

 

  1. tími. Tengsl ósjálfráða taugakerfisins við frummanninn og fjallaljónið
  2. tími. Kortisól og kulnunareinkenni
  3. tími. Hinn streitti heili og virkjun vagustaugarinnar
  4. tími. Álagsþol og kröfur í eigin garð
Skip to content