Mannauður
Hlutverk Reykjalundar er að veita alhliða endurhæfingarþjónustu og er starfsfólk Reykjalundar lykillinn að farsælum rekstri og árangri meðferðarstarfsins. Sem leiðandi aðili í endurhæfingu á Íslandi er stjórnendum og starfsfólki annt um velferð allra þeirra sem starfað er fyrir og með. Metnaður, þekking, reynsla, frumkvæði og ánægja starfsfólks Reykjalundar tryggir gæði þeirrar þjónustu sem veitt er
Við fögnum fjölbreytileikanum og vinnum markvisst að jafnrétti
Áhersla er lögð á jafna stöðu og jafnan rétt allra. Þess skal gætt að jafnrétti ríki meðal alls starfsfólks án mismunar á grundvelli kynferðis, aldurs, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags eða ætternis. Við líðum ekki einelti, kynbundna eða kynferðislega áreitni eða ofbeldi.
Reykjalundur vinnur eftir jafnréttisstefnu og aðgerðaráætlun jafnréttismála. Samkvæmt lögum á slík áætlun að fjalla um launajafnrétti, laus störf, starfsþjálfun, endurmenntun, símenntun og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs.
Reykjalundur er jafnlaunavottaður vinnustaður.