Verið velkomin!
Við tökum vel á móti ykkur

Endurhæfing

Á Reykjalundi er endurhæfing einstaklingsmiðuð og byggir á þverfaglegri teymisvinnu. Markmiðið er að styðja fólk til aukinnar færni, sjálfstæðis og þátttöku í daglegu lífi. Endurhæfingin er hjálp til sjálfshjálpar þar sem áhersla er lögð á virkni, fræðslu og samvinnu sjúklings og fagfólks til að bæta líðan og lífsgæði.

Hagnýtar upplýsingar

Við viljum að þér líði vel hjá okkur. Hér finnur þú allt sem gott er að vita áður en þú kemur – afgreiðslutíma, samgöngur, gistingu og aðra þjónustu.
Einnig veitum við leiðbeiningar um heimsóknir, greiðslumál og önnur praktísk atriði sem auðvelda dvölina.

 

VERUM ÖLL HOLLVINIR REYKJALUNDAR

Reykjalundur er ein mikilvægasta endurhæfingarstofnun landsins og órjúfanlegur hlekkur í heilbrigðisþjónustu. Á Reykjalundi njóta árlega á annað þúsund manns, af öllu landinu, endurhæfingar.

SAGA REYKJALUNDAR

Haustið 2025 kemur út bókin Saga Reykjalundar sem fjallar í máli og myndum um tilurð og starfsemi þessarar merku stofnunar allt frá tímum berklana og fram á okkar daga.  Nú gefst færi á að kaupa bókina í forsölu og fá nafn sitt skráð í heillaóskaskrá fremst í bókinni.

HANDBÓK UM HUGRÆNA ATFERLISMEÐFERÐ

HAM er meðferðar- og sjálfshjálparhandbók, skrifuð með það fyrir augum að hún nýtist sem leiðarvísir í meðferð við þunglyndi. Hún hefur einnig verið höfð til hliðsjónar við meðferð kvíða og annarra geðraskana og hefur þá verið aðlöguð að þörfum hvers og eins.

Nýjustu fréttir

Lungu fréttablað Lungnasamtakanna

Reykjalundur hefur um árabil sinnt heildstæðri endurhæfingu fyrir fólk með langvinna lungnasjúkdóma og aðra sjúklingahópa, með áherslu á þverfaglega teymismeðferð sem eykur færni, lífsgæði og sjálfstæði í daglegu lífi. Lungnaendurhæfing er þar einn lykilþáttur, þar...

Nýárskveðja
Nýárskveðja

Nýárskveðja

Ég óska starfsfólki, sjúklingum, hollvinum Reykjalundar og landsmönnum öllum gleðilegs og heillaríks nýs árs! Nú, þegar sól er tekin að hækka á...

Skip to content