Fréttir : Forsíða » Föstudagsmolar forstjóra 5. september 2025. Gestahöfundur er Ólöf Árnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar.

Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,

Ólöf Árnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar er gestahöfundur föstudagsmolanna í dag. Í síðustu viku hélt hún áhugavert erindi á fjölsóttri ráðstefnu Helix um tæknilausnir í heilbrigðiskerfinu. Pistillinn hennar er unninn upp úr erindinu og hvet ég ykkur til að lesa. Hér er einnig tengill á umfjöllun um ráðstefnuna og myndir ef þið viljið kynna ykkur nánar.

https://www.facebook.com/helixhealth.is/posts/pfbid034YcLGbLQ9dypDbt6eYhfMGbzWDewT4m8oCCYEaCFgM4cEcZWyZU5twWkWhiNSQQrl?rdid=smG4eUSPOs2ZP3be#

Ég mynni ykkur svo á almennan starfsmannafund okkar í hádeginu á miðvikudaginn 10. september en þá er einnig „gulur dagur“ hjá okkur. Nú í september er „gulur mánuður“ sem er vitundarvakning um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Við hér á Reykjalundi hvetjum því alla til að sýna stuðning með því að taka mæta í einhverju gulu miðvikudaginn 10. september.

https://gulurseptember.is/

Góða og gleðilega helgi!

Bestu kveðjur,

Pétur

*****

Föstudagsmolar 5. september 2025 – Reykjalundur eflir stafræna þróun til að bæta þjónustu og upplýsingagjöf til sjúklinga.

 Á ráðstefnu Helix, Betri bati með tæknilausnum, þann 27. ágúst síðast liðinn kynnti ég þær breytingar sem átt hafa sér stað í stafrænum lausum á síðustu tveimur árum. Áherslan hefur verið meðal annars að bæta  aðgengi að upplýsingum og aukna skráningar og mælingar til árangurs í endurhæfingunni.

Á Reykjalundi hefur á undanförnum árum verið lögð rík áhersla á að þróa þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun og skýrri framtíðarsýn: að vera leiðandi í endurhæfingarþjónustu fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda. Með innleiðingu nýrrar stefnu og aukinnar stafrænnar þróunar er markmiðið að bæta aðgengi að upplýsingum, auka öryggi og tryggja að þjónustan leiði til bættra lífsgæða fyrir sjúklinga.

 Stefna næstu fimm ára.

Í nýrri stefnu Reykjalundar er lög áherslan á  að árangursdrifin endurhæfing sé í forgrunni.

Áherslur næstu ára ná meðal annars til:

  • framúrskarandi endurhæfingarþjónustu,
  • starfsumhverfis sem er eftirsóttur vinnustaður,
  • nútímalegra húsnæðis og tæknilausna,
  • öflugs samstarfs við háskóla, fyrirtæki og stofnanir,
  • aukins vísindastarfs, kennslu og rannsókna.

Jafnframt er lögð áhersla á að hámarka nýtingu fjármagns, efla gæði og öryggi, og byggja á gæðavottun og árangursmælingum.

 

Sjúklingurinn í forgrunni.

Eitt af meginmarkmiðum stafrænnar þróunar er að gera sjúklingum auðveldara að hafa yfirsýn yfir eigin meðferð og árangur. Með bættri skráningu og tengingu við stafrænar lausnir er hægt að veita upplýsingar um endurhæfingaráætlanir, mælingar og framvindu á auðveldari máta en áður. Með því að sjúklingurinn sé upplýstari um meðferðina er hann virkari og hefur bein áhrif.

Rafræn eyðublöð, dagbókarkerfi og rafrænar bókanir auðvelda bæði sjúklingum og starfsfólki skipulag og samskipti við sjúklinga. Þessi nálgun stuðlar að meiri samfellu og skýrleika í meðferðarferlinu.

 Ný lausn í þróun.

Áhersla er á að mæla árangur endurhæfingar með kerfisbundnum hætti. Ný lausn er í þróun sem sameinar mælingar, meðferð og niðurstöður í heildstætt yfirlit. Þar með verður hægt að sýna fram á hvernig þjónustan hefur áhrif á færni, lífsgæði og heilsu sjúklinga, auk þess að skapa traustari grunn fyrir áframhaldandi rannsóknir og gæðastarf.

Með stafrænum lausnum verður aukin samræming, mannauð nýtist betur og endurhæfingin verður skilvirkari og árangursríkari. Með því að hafa sjúklinginn í forgrunni, byggja á gagnreyndum aðferðum og nýta nýjustu tækni, verður Reykjalundar einn af leiðandi stofnun í endurhæfingarþjónustu hér á landi.

Ólöf Árnadóttir,

framkvæmdastjóri hjúkrunar

 

Skip to content