Forsíða » Endurhæfing » Meðferðarteymi » eh. Lugnateymi

Lungnateymi

Hjá lungnateymi fer fram endurhæfing einstaklinga með sjúkdóma í öndunarfærum. Um er að ræða fullorðið fólk á öllum aldri með langvinna lungnasjúkdóma, skerta getu og minnkuð lífsgæði, oftast vegna mæði og þrekleysis. Einnig sinnir teymið endurhæfingu eftir bráð lungnaveikindi eða skurðaðgerðir.

Lungnaendurhæfing byggist á samvinnu margra fagstétta og er sniðin að þörfum hvers og eins.

Markmiðin geta verið að auka úthald og vöðvastyrk, rjúfa vítahring mæði og hreyfingarleysis, auka skilning á áhrifum lifnaðarhátta, breyta lífsstíl varanlega, stuðla að aðlögun að sjúkdómnum og einkennum hans, bæta líkamlega getu, andlega líðan og félagslega færni.

Lungnateymi sinnir sjúklingum með greindan lungnasjúkdóm sem er takmarkandi í daglegu lífi.

  • Sjúklingur þarf að hafa getu til að æfa en einnig hafa skert áreynsluþol 1.>50W   2.<70% af spáðu.
  • Reykleysi er skilyrði fyrir meðferð á Lungnateymi.
Skip to content