Forsíða » Endurhæfing » Meðferðarteymi » eh. Hjartateymi

Hjartateymi

Grundvallarstefna hjartateymis er að veita faglega hjartaendurhæfingu sem byggir á niðurstöðum nýjustu viðurkenndra vísindarannsókna. Í hjartateymi starfa félagsráðgjafi, heilsuþjálfari, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, læknar, næringarfræðingur, sálfræðingur, sjúkraþjálfarar og deildarritari.

Áhersla er lögð heildræna meðferð þar sem meginþættir eru líkamleg þjálfun, aðstoð við sálræna, félagslega og líkamlega aðlögun, meðferð áhættuþátta og fræðsla. Markmiðið er að stuðla að auknu öryggi og lífsgæðum sem vinna má að áfram á eigin spýtur í framhaldi endurhæfingar.

Markvisst er unnið að því í hjartaendurhæfingunni að aðstoða einstaklinga við að þekkja og takast á við sína áhættuþætti fyrir hjartasjúkdómum. Má þar til dæmis nefna ofþyngd, sykursýki, streitu, tóbaksnotkun og hreyfingarleysi. Hægt er að hafa áhrif á þessa þætti til hins betra.

Skipulögð hjartaendurhæfing hefur verið starfrækt á Reykjalundi frá árinu 1982 og hófst þá með formlegum hætti endurhæfing fólks með hjartasjúkdóma hér á landi.

Hjartateymi sinnir einstaklingum með hjartasjúkdóm sem þarfnast annars stig hjartaendurhæfingar samkvæmt klíniskum leiðbeiningum.

https://www.sign.ac.uk/sign-150-cardiac-rehabilitation

Sérstakar frábendingar Hjartateymis

  • Sjúklingar með lítinn/einkennalausan kransæðasjúkdóm og enga eða fáa áhættuþætti.
  • Reykleysi er skilyrði fyrir meðferð á Hjartateymi.
Skip to content