
Svana Helen Björnsdóttir, Bjarki Bjarnason, Halla Tómasdóttir, Sveinn Guðmundsson, Jórunn Árnadóttir, Birgir D. Sveinsson, Guðmundur Löve. Ljósmyndari: Christopher Lund
Í tilefni 80 ára afmælis Reykjalundar heimsóttu fulltrúar Reykjalundar og SÍBS Bessastaði þann 16. desember 2025. Svana Helen Björnsdóttir, starfandi forstjóri og stjórnarformaður Reykjalundar, afhenti forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, eintak úr fyrstu útgáfu bókarinnar Reykjalundur – Endurhæfing í 80 ár. Jafnframt afhenti Sveinn Guðmundsson, formaður SÍBS, forseta viðurkenningarskjal og heiðursmerki SÍBS úr gulli, sem þakklætisvott fyrir velvilja og hlýhug til Reykjalundar.

Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tekur við bókinni frá Svönu Helen Björnsdóttir, forstjóra Reykjalundar. Ljósmyndari: Christopher Lund
