Í dag kom hingað í heimsókn hress hópur frá Lungnadeild Landspítala (A6). Tilgangurinn var að kynnast starfsemi Reykjalundar. Eftir kynningu á Reykjalundi frá Pétri forstjóra sagði Eyþór yfirlæknir lungnateymis frá starfsemi teymisins. Loks var hópnum boðið í skoðunarferð um Reykjalund þar sem ýmsar deildir voru heimsóttar.
Við þökkum starfsfólki A6 kærlega fyrir komuna hingað á Reykjalund!