Í tilefni af alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar í dag, 8. september, senda sjúkraþjálfarar Reykjalundar öllu starfsfólki, sjúklingum, skjólstæðingum og öðrum velunnurum Reykjalundar kærar og heilsuríkar kveðjur. Dagurinn í ár er tileinkaður virkni og heilbrigðri öldrun með áherslu á þjálfun og byltuvarnir. Sjúkraþjálfarar vilja minna ykkur á mikilvægi hreyfingar í daglegu lífi og skiplagða líkamsþjálfun til að efla lífsgæði og auka lífslíkur, einmitt þættir sem sjúkraþjálfarar á Reykjalundi vinna að alla daga.
Ykkur til fræðslu og gleði eru hér nokkur af veggspjöldum dagsins sem send eru út á heimsvísu, góðar stundir!