Nýr matarvefur SÍBS, Gott og einfalt https://gottogeinfalt.is sem unninn var í samstarfi við Krabbameinsfélagið og Embætti landlæknis með dyggri aðstoð Reykjalundar, er nú kominn í loftið.
Vefurinn hefur þá sérstöðu að uppskriftir eru valdar með tilliti til opinberra næringarviðmiða og því má ótvírætt benda fólki á að elda fjölbreytt af Gott og einfalt ef það vill bæta mataræðið. Á vefnum er einnig hægt að setja upp vikumatseðla og fá sjálfvirka innkaupalista auk þess sem þar er að finna fjölda góðra ráða og leiðbeininga við eldhússtörfin.
Við hvetjum alla til að skoða vefinn og vonandi geta sem flestir nýtt sér hann.