Fréttir : Forsíða » Reykjalundur farinn í hundanna.

Þessa vikuna er bláum fánum flaggað á Reykjalundi vegna bæjarhátíðarinnar „Í túninu heima“ sem fram fer í þessari viku hér í Mosfellsbæ og nær hápunkti um helgina. Við erum í „bláa hverfinu“ og skreytum því í bláu.

Í gær var helsta snerting Reykjalundar við bæjarhátíðina en þá fór fram „Hundahlaupið“ á lóð Reykjalundar og í nágrenninu. Hlaupið hófst og endaði á stóra túninu fyrir utan hjá okkur. Keppt var í ýmsum flokkum þar sem fólk og fjórfætlingar hlaupa saman en vel á þriðja hundrað hundar mættu til leiks í blíðskaparveðri.

Fréttastofa RÚV var á svæðinu í gær og var með beina útsendingu frá hlaupinu í fréttatímanum.

Hér má sjá fréttainnslag RÚV um hundahlaupið:

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8lv/hundahlaup

Skip to content