Slökun
Hvað er slökun?
Slökun er ástand nokkurn veginn á milli svefns og vöku. Þetta er tækni sem gerir okkur kleift að róa hugann, slaka á vöðvum líkamans og dregur þannig úr kvíða og spennu. Í slökunarástandi á sér stað úrvinnsla hugans og við þær aðstæður fær hugurinn hvíld. Slökun getur verið hluti af daglegum venjum á sama hátt og að hreyfa sig. Það er gott að geta gripið til slökunar í amstri dagsins og mælt er með að gefa sér tíma daglega fyrir slökunarstund. Það þarf ekki alltaf langan tíma, 5 - 10 mínútna slökun getur endurnært sál og líkama. Eins og með flest annað þá skapar æfingin meistarann og til að eiga auðvelt með að ná góðri slökun þarf að æfa sig reglulega.
Regluleg slökun hefur jákvæð áhrif á:
- Einbeitingu
- Getur dregið úr álagi og kvíða
- Aukið vellíðan og orku
- Stuðlað að ánægju og gleði
- Bætt svefn
Slökunaræfingar
Núvitundarsetrið www.nuvitund.is
Gott úrval af hugleiðsluæfingum á íslensku og tengingar inná erlendar síður með núvitundar- og samkenndaræfingum. Einnig á Spotify undir Núvitundarsetrið og Núvitundarmiðuð hugræn meðferð (NBCT). Frítt.
https://open.spotify.com/artist/5PRY1rUIX3EQKqOCBHrHhZ?si=XhRm8qd2R3edYy18_WQjmg
Fífill
www.fifill.is
Síða um núvitund, hér má finna fjölbreyttar núvitundaræfingar. Frítt.
https://soundcloud.com/user-688841104
Kyrrðarjóga www.kyrrdarjoga.is
Ýmis konar fróðleikur um heilsufarslegan ávinning þess að stunda hugleiðslu og djúpslökun. Einnig hægt að nálgast hugleiðsluæfingar. Frítt.
Happ app
www.andlegheilsa.is
Íslenskt smáforrit sem inniheldur einfaldar æfingar sem stuðla að aukinni hamingju og andlegri vellíðan. Æfingarnar eru byggðar á vísindum jákvæðrar sálfræði. Frítt.
Lótushús
www.lotushus.is
Í Lótushúsi eru haldin hugleiðslu- og sjálfsstyrkingarnámskeið. Á síðunni er hægt að nálgast hugleiðslur, www.lotusapp.is og í boði er lotusapp á Google play. Frítt.
Sterkari út í lífið https://sterkariutilifid.is/app/
Íslenskt smáforrit sem inniheldur fjöldan allan af hugleiðsluæfingum í mismunandi lengdum fyrir börn, unglinga og fullorðna, til að þjálfa núvitund, samkennd og slökun. Frítt.
Íslenskar slökunar-, núvitundar-, öndunar- og hugleiðsluæfingar
Spotify
- Draumalandið
https://open.spotify.com/show/3hCMP1wviWSQLMw21EQfEu?si=a44sat2LR3qjSFnpDeW-ZQ - Guðjón Bergmann og EInar Ágúst Víðisson, slökun
https://open.spotify.com/album/3HhzvT9OE2lNrn7szQCgzl?si=NNVDlAfNQOCFXnTIBdPl0Q
Soundcloud
- Gleym-mér-ey https://soundcloud.com/s-lveig-hl-n
- NSHÍ https://soundcloud.com/nsh-7
- Ásdís Olsen https://soundcloud.com/asdisolsen
- Halldóra B. Bergman https://soundcloud.com/halldora
- Forlagið, Núvitund https://soundcloud.com/forlagid/sets/nuvitund-hagnyt-leisogn-til-a-finna-fri-i-hamstola-heimi
- FB https://soundcloud.com/user-688841104
- Hamingjan https://soundcloud.com/hamingjan
- Hugarfrelsi https://soundcloud.com/user-421000582
- Krabbameinsfélagið https://soundcloud.com/krabbameinsf-lagi
Youtube
- Meðferðarstöðin teygur https://www.youtube.com/channel/UC-2tY3Z4yNh1T0BlEPfLr0g
- Vertu þinn besti vinur https://m.youtube.com/channel/UCxSGdoV3k8lGlBr910hIbqQ
- Núvitund í námi https://m.youtube.com/channel/UC5aOJyAkZ4YIEL40EmT5zyQ
- Haföndun/Pranayama öndun á íslensku https://www.youtube.com/watch?v=i0dmqH2cIlM
Erlendar síður/öpp
Calm www.calm.com
Eitt vinsælasta slökunarappið í heiminum í dag, inniheldur m.a. hugleiðsluæfingar til að takast á við kvíða, streitu og svefntruflanir. Fjölbreytt slökunartónlist og æfingar. Kostar.
Headspace
www.headspace.com
Vinsælt app með góðu úrvali af hugleiðsluæfingum sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum. Auðvelt í notkun. Kostar.
Insight Timer
https://insighttimer.com
Einfalt “app” sem gefur góðan stuðning við hugleiðsluiðkun hvers konar. Þar er að finna leiddar hugleiðslur frá reynslumiklum og þekktum kennurum. Frítt.
Aura
www.aurahealth.io
Fyrir þá sem vilja stunda slökun en hafa lítinn tíma. Gott úrval af 3 mín æfingum. Kostar.
Smiling Mind
www.smilingmind.com.au/
Ástralskt app sem er hannað til að hjálpa ungu fólki á ýmsum aldri að takast á við streitu og finna frið. Kostar.
Simply Being
https://www.meditationoasis.com/simply-being-app
Kennir helstu grundvallaratriðin í hugleiðslu og hægt að velja bakgrunnshljóð, t.d. dæmis; sjó, rigningu eða straum. Kostar.