Samkennd og næring
Samkennd og næring við átröskun
Námskeið byggt á samkenndarmiðaðri meðferð (Compassion Focused Therapy, CFT), hugrænni atferlismeðferð og næringarfræðslu.
- Námskeið er einu sinni í viku í sex vikur (6 skipti), þriðjudaga eða fimmtudaga kl. 13:00-15:00
- Hefst: 12. sept. og 15. okt.
Sálfræðingur teymisins veitir nánari upplýsingar og sér um skráningu.
Námskeiðið er fyrir einstaklinga sem upplifa tilfinningatengt át og stjórnleysi þegar kemur að mataræði (greinast með lotuofát/binge eating disorder), vilja öðlast heilbrigt samband við mat og byggja upp heilbrigðar matarvenjur til frambúðar.
Námskeiðið byggir á næringarfræðslu, hugrænni atferlismeðferð og samkenndarmiðaðri meðferð (compassion focused therapy, CFT). Unnið er með að greina og skilja undanfara og afleiðingar átkasta og hvað mikilvægt er að gera til uppræta þau og koma á heilbrigðari matarvenjum. Einnig er unnið með að auka skilning á eigin huga og á því hvernig hann starfar og hefur þróast. Sérstök áhersla er á að læra að sýna sjálfum sér umburðarlyndi og skilning í stað sjálfsgagnrýni og dómhörku. Samkenndarmiðuð meðferð er þróuð af Dr. Paul Gilbert, sálfræðing og prófessor við háskólann í Derby á Englandi.
Þeir einstaklingar sem útskrifast áður en námskeiðinu lýkur eiga þess kost að ljúka námskeiðinu á göngudeild án endurgjalds.
Námskeiðið er einnig hægt að taka allt á göngudeild og kostar 22.547,- kr. sem greiðist við upphaf námskeiðs. Afsláttur til öryrkja er 45%.
Samkennd og næring hefur verið í þróun á efnaskipta- og offitusviði Reykjalundar undanfarin ár.
Námskeiðið var tekið saman af Helmu Rut Einarsdóttur yfirsálfræðingi efnaskipta- og offitusviðs Reykjalundar og Helgu Guðrúnu Friðjónsdóttur, næringarfræðingi efnaskipta- og offitusviðs.