Núvitund
Núvitundarnámskeið (MBCT)
Núvitund (mindfulness), einnig oft nefnd vakandi athygli, gjörhygli eða árvekni, byggð á hugrænni atferlismeðferð (Mindfulness-Based Cognitive Therapy; MBCT) er fyrir þá sem hafa áhuga á að tileinka sér leiðir til að viðhalda bata og góðu andlegu jafnvægi.
Meðferðin stendur til boða fyrir skjólstæðinga á öllum sviðum Reykjalundar.
- Námskeið er einu sinni í viku í átta vikur (8 skipti), miðvikudaga kl. 13:30-15:30
- Hefst: 18. sept.
Sálfræðingur teymisins veitir nánari upplýsingar og sér um skráningu eða ritari geðheilsusviðs í síma 585 2119.
- Kynning á núvitund – Leiðin út úr sjálfstýringunni
- Að upplifa á annan hátt
- Að lifa í núinu
- Hvenær er ég að forðast?
- Að leyfa hlutunum að vera eins og þeir eru
- Að sjá hugsanir sem hugsanir
- Góðvild í verki
- Hvað nú?
Auk núvitundaræfinga í hverri viku eru umræður og fræðsla. Æfingarnar eru öllum aðgengilegar á https://fifill.is/
Einnig viljum við benda á heimasíðuna Sterkari út í lífið https://sterkariutilifid.is/ og íslenskt smáforrit (app) https://sterkariutilifid.is/app/ með sama nafni sem er frítt, fyrir alla aldurshópa og með æfingum til að þjálfa núvitund, samkennd og slökun.
Meðferðarhandbókin kostar kr. 5.370,-.
Þeir einstaklingar sem útskrifast áður en meðferð er lokið eiga þess kost að ljúka meðferð á göngudeild án endurgjalds.
Námskeiðið er einnig hægt að taka allt á göngudeild og kostar 35.037 kr. sem greiðist við upphaf námskeiðs. Afsláttur til öryrkja er 45%. Námsgögn eru innifalin í námskeiðsgjaldi.
Þetta úrræði hefur verið í boði á Reykjalundi frá árinu 2012.
Námskeiðið er aðallega er byggt á efni úr bókunum:
- The Mindful Way through Depression: Freeing Yourself from Chronic Unhappiness eftir Jon Kabat-Zinn, Mark Williams, John Teasdale og Zindel Segal.
- The Mindful Way Workbook: An 8-Week Program to Free Yourself from Depression and Emotional Distress eftir Zindel V. Segal, J. Mark G. Williams, John D. Teasdaled.
Slembiúrtaksrannsóknir með samanburðarhópum hafa sýnt að núvitund byggð á hugrænni atferlismeðferð (MBCT) gagnast við að fyrirbyggja endurteknar þunglyndislotur, hjá þeim sem hafa fengið þrjú eða fleiri þunglyndistímabil.
Árangurinn er næstum tvöfalt betri hjá þessum hópi þ.e. 66% fengu ekki bakslag samanborið við 37% þeirra sem ekki fóru í gegnum núvitundarnámskeið (MBCT) Segal, Z. V., Williams, J. M. G. og Teasdale, J. D. (2013). Mindfulness-based cognitive therapy for depression. Önnur útgáfa. New York: Guilford Press.
Mark Williams talks about Mindfulness-Based Cognitive Therapy and Depression (youtube)