Liðverndarfræðsla

Er ætluð einstaklingum með skilgreindan gigtarsjúkdóm og þá sem hafa verki, stirðleika og færniskerðingu í höndum.

Markmið liðverndarfræðslu er að einstaklingar verði meðvitaðir um leiðir til að draga úr álagi á  hendur. Þeir kynnast fjölbreyttum bjargráðum og aðferðum til að eiga auðveldara með að ráða við dagleg störf. Í því felast m.a. orkusparandi vinnuaðferðir og innsýn í hvaða hjálpartæki og spelkur geta gagnast.

Gott er að hafa þessa þætti í huga til að draga úr álagi á liði:
  • Nota báðar hendur við að bera hluti
  • Ýta hlutum í stað þess að lyfta og bera þá
  • Skipta oft um vinnuaðferðir og vinnustöður
  • Virða sársaukamörkft

Umsjónarmenn liðverndarfræðslu eru iðjuþjálfar á gigtarsviði.
Námskeiðið fer fram u.þ.b. einu sinni í mánuði og er í formi fræðslu og verklegra æfinga.


Liðferlaæfingar (pdf)


Dæmi um æskilega líkamsbeitingu