Hugræn þreyta

Minnisnámskeið

Í fræðslunni er skýrt út hvað hugræn þreyta er og hvað orsakar hana. Farið er yfir hvernig hugræn þreyta hefur áhrif á líðan og virkni. Fjallað er um hvaða áhrif líkamleg og andleg veikindi hafa á hugræna getu eins og minni, einbeitingu, athygli og skipulag. Bent er á leiðir til að draga úr hugrænni þreytu og um leið ýmis bjargráð varðandi bætta einbeitingu, minni og skipulag.

  • Minniserfiðleikar vegna andlegra- og líkamlegra veikinda
  • Hugræn orka og einbeiting
  • Ofsaþreyta og orkubruni
  • Skipulag og bjargráð

Fyrir þá sem finna fyrir skertri einbeitingu, minnistruflunum og hugrænni þreytu.

  • Einu sinni í viku í fjórar vikur, rúllar alla miðvikudaga kl. 10:00-11:00