HAM-ÞK

Hugræn atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða

Andleg vanlíðan sem oft er fylgifiskur langvinnra veikinda og slysa getur haft hamlandi áhrif á framgang endurhæfingar. Hjá sumum skjólstæðingum er andleg vanlíðan svo sem kvíði og þunglyndi aðalástæða þess að þeir þurfa á endurhæfingu að halda. Hjá öðrum eru sálræn einkenni afleiðingar heilsuvanda, langvinnra verkja, offituvandamála eða þeirrar aðstöðu sem þeir búa við.

Meðferðin stendur til boða fyrir skjólstæðinga á öllum sviðum Reykjalundar.

  • Námskeið er tvisvar í viku í þrjár vikur (6 skipti), mánud. og miðvikud. eða * þriðjud. og fimmtud. kl. 14:00-16:00
  • Hefst: *16. jan. – 4. febr. Hugrún/12. febr. -3. mars Jórunn/ 5. – 24. mars Selma/26. mars – 14. apríl Anna Kristín/ 28. apríl – 14. maí Gunnhildur/ *20. maí – 10. júní Anna Kristín/ *12. júní – 3. júlí Hugrún

Sálfræðingur teymisins veitir nánari upplýsingar og sér um skráningu.

Meðferðinni er skipt upp í tólf þætti

  • Þunglyndi og kvíði
  • Markmið
  • Að takast á við vandann
  • Tilfinningar
  • Fimm þátta líkanið
  • Hugsanaskekkjur
  • Að breyta neikvæðum hugsunarhætti
  • Atferlistilraunir
  • Kjarnaviðhorf og lífsreglur
  • Sjálfsefling og ákveðni
  • Bakslagsvarnir
  • Fleiri leiðir

Starfsfólk á geðheilsusviði Reykjalundar þróaði meðferðarhandbók við þunglyndi og kvíða sem Reykjalundur gaf út árið 2010 sem sjálfshjálparbókina HAM Handbók um hugræna atferlismeðferð. Ári síðar varð efnið allt aðgengilegt á netinu og sem hljóðbók.

Sjá nánar á HAM-bókar vefnum Reykjalundar

Meðferðarhandbókin kostar kr. 9.544,- en skjólstæðingar Reykjalundar fá helmings afslátt.

Þeir einstaklingar sem útskrifast áður en meðferð er lokið eiga þess kost að ljúka meðferð á göngudeild án endurgjalds.

Námskeiðið er einnig hægt að taka allt á göngudeild og kostar 27.319 kr. sem greiðist við upphaf námskeiðs. Afsláttur til öryrkja er 45%. Námsgögn eru innifalin í námskeiðsgjaldi.

HAM við þunglyndi og kvíða hefur verið í boði á Reykjalundi frá árinu 1997, bæði einstaklings- og hópmeðferð. Rannsóknir hafa sýnt góðan árangur HAM og hefur meðferðin nýst vel sem viðbót við aðra endurhæfingu á Reykjalundi.

Rannsóknir hafa sýnt góðan árangur HAM og hefur meðferðin nýst vel sem viðbót við aðra endurhæfingu á Reykjalundi. Gerð var rannsókn á geðheilsusviði Reykjalundar þar sem borin var saman árangur einstaklings- og hópmeðferðar. Þá kom einstaklingsmeðferðin betur út. Sjá nánar https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/08039488.2017.1331263

Síðan hefur hópmeðferðin verið í þróun og nýjustu niðurstöður árangursmælinga á hópmeðferðinni bentu til góðs árangurs við að draga úr einkennum þunglyndis, kvíða og streitu hjá fyrstu 221 þátttakendunum. Það átti við bæði um þátttakendur sem voru innskrifaðir í endurhæfingu og þá sem komu bara á göngudeild. Sjá nánar í meistaraprófsritgerð Sigrúnar Eddu Jónsdóttur sálfræðings: Árangur hópmeðferðar við þunglyndi og kvíða innan endurhæfingar frá 2022. https://skemman.is/handle/1946/41385