ACT við þrálátum verkjum
Acceptance and Commitment Therapy
Þessi meðferðarnálgun byggir á hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar og atferlisgreiningar. Þetta er gagnreynt meðferðarform þar sem áhersla er lögð á að gangast við stöðu mála (acceptance) og tileinka sér núvitund í bland við breytingar á hegðun.
Meðferðin stendur til boða fyrir skjólstæðinga á öllum sviðum Reykjalundar sem eru að glíma við þrálát verkjavandamál.
- Námskeið er tvísvar í viku í þrjár vikur (6 skipti), þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14:00-16:00
- Er á þriggja til fjögurra vikna fresti alla önnina
Sálfræðingur teymisins veitir nánari upplýsingar og sér um skráningu eða ritari verkja- og gigtarsviðs í síma 585 2116.
Markmiðið er ekki að losna við óþægilegar tilfinningar, hugsanir eða skynupplifanir heldur gangast við því að þetta sé eðlilegur hluti af lífinu, það sé í rauninni eðlilegt að upplifa erfiðleika, það sé það órjúfanlegur hluti af lífinu. Þetta felur ekki í sér uppgjöf heldur að vinna út frá stöðunni eins og hún er og lifa lífinu í samræmi við það sem skiptir fólk máli (gildi þess). Fólki er því kennt að vera opið fyrir óþægilegum tilfinningum, hugsunum og líkamlegum einkennum í stað þess að forðast alla erfiða upplifun.
Markmiðið með ACT er að auka sálrænan sveigjanleika fólks. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að aukinn sálrænn sveigjanleiki hefur jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Sálrænn sveigjanleiki vísar í getu fólks til að takast á við aðstæður sem koma upp og laga sig að þeim á opinn, meðvitaðan og einbeittan hátt.
Þeir einstaklingar sem útskrifast áður en meðferð er lokið eiga þess kost að ljúka meðferð á göngudeild án endurgjalds.
Námskeiðið er einnig hægt að taka allt á göngudeild og kostar 22.547 kr. sem greiðist við upphaf námskeiðs. Afsláttur til öryrkja er 45%.
ACT námskeiðið hefur verið í þróun á verkjasviði Reykjalundar síðustu ár.
Námskeiðið var tekið saman af Rúnari Helga Andrasyni, yfirsálfræðingi verkjasviðs Reykjalundar og byggir m.a. á bókinni ACT made simple eftir Russ Harris.