Hjartateymi
Grundvallarstefna hjartateymis er að veita faglega hjartaendurhæfingu sem byggir á niðurstöðum nýjustu viðurkenndra vísindarannsókna. Í hjartateymi starfa félagsráðgjafi, heilsuþjálfari, hjúkrunarfræðingar, iðjuþjálfi, læknar, næringarfræðingur, sálfræðingur, sjúkraþjálfarar og deildarritari.
Áhersla er lögð heildræna meðferð þar sem meginþættir eru líkamleg þjálfun, aðstoð við sálræna, félagslega og líkamlega aðlögun, meðferð áhættuþátta og fræðsla. Markmiðið er að stuðla að auknu öryggi og lífsgæðum sem vinna má að áfram á eigin spýtur í framhaldi endurhæfingar.
Markvisst er unnið að því í hjartaendurhæfingunni að aðstoða einstaklinga við að þekkja og takast á við sína áhættuþætti fyrir hjartasjúkdómum. Má þar til dæmis nefna ofþyngd, sykursýki, streitu, tóbaksnotkun og hreyfingarleysi. Hægt er að hafa áhrif á þessa þætti til hins betra.
Skipulögð hjartaendurhæfing hefur verið starfrækt á Reykjalundi frá árinu 1982 og hófst þá með formlegum hætti endurhæfing fólks með hjartasjúkdóma hér á landi.
Læknir sendir beiðni á hjartateymi Reykjalundar.
Þegar beiðni hefur verið samþykkt fer hún á biðlista hjartateymis og fær þá viðkomandi skilaboð á heilsuveru þess efnis.
Þegar líða fer að endurhæfingu er viðkomandi boðaður í tveggja daga þverfaglegt mat á heilsufari, líðan og áhugahvöt til endurhæfingar. Einnig er gert þolpróf og/eða aðrar mælingar eftir þörfum.
Samhliða því eða í vikunni áður kemur viðkomandi á skráningarmiðstöð Reykjalundar og svarar spurningalista varðandi sitt heilsufar, líðan og félagslega stöðu.
Í flestum tilfellum getur endurhæfing á hjartasviði hafist í sömu viku eða í vikunni eftir þverfaglega matið.
Endurhæfing á hjartasviði er að öllu jöfnu á bilinu 4-6 vikur. Metið er af fagaðilum teymis í samráði við viðkomandi hver lengd endurhæfingar verður.
Athugið að Reykjalundur er reyklaus stofnun og er reykleysi skilyrði fyrir endurhæfingu á hjartasviði.
Einstaklingar með nýgreindan hjartasjúkdóm eða eftir nýtt inngrip vegna þekkts hjartasjúkdóms.
Einstaklingar sem hafa farið í stofnfrumumeðferð vegna krabbameins.
Móttaka Reykjalundar er í síma 585-2000
Fræðsla og upplýsingar:
- Heilsuvera | Sjúkdómar, frávik, einkenni
- Handbók um hugræna atferlismeðferð | Reykjalundur
- velVIRK | Jafnvægi í lífi og starfi
Myndbönd:
- Slökun | Reykjalundur
- Æfingar | Líkamsþjálfun | Reykjalundur
Meðferðarúrræði:
- HL Stöðin Reykjavík | Endurhæfingastöð hjarta- og lungnasjúklinga
- HL Stöðin Akureyri
- VIRK Starfsendurhæfingarsjóður
- Ljósið | Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess
Félagslegar upplýsingar: