Matur
Matsalur
Matsalur er á fyrstu hæð. Á sumrin er hægt að setjast við borð úti.
Í matsalnum er framreiddur matur fyrir sjúklinga, gesti og starfsfólk. Allar máltíðir eru innfaldar í meðferð. Sjúklingar sem eru á dagdeild eða sólarhringsdeild þurfa ekki að greiða fyrir máltíðir.
Sjúklingar á göngudeild og gestir geta keypt matarkort í móttöku.
Matartími | Virka daga |
Morgunverður | 07:30 - 09:00 |
Hádegisverður | 11:30 - 13:00 |
Síðdegiskaffi | 14:20 - 15:45 (mán - fim) |
Kvöldverður | 17:30 - 18:30 (mán - fim) |
Fyrstu 10 mínútur af hverjum matar- og kaffitíma eru ætlaðar þeim sem þurfa aðstoð í matsal. Þeir sem ekki þurfa á slíkri hjálp að halda eru beðnir um að taka tillit til þessa og sýna biðlund.
Fyrirkomulag í framreiðslu matar um helgar í Miðgarði og fyrir sjúklinga í gistingu:
- Mötuneytið á Reykjalundi verður opið um helgar og á almennum frídögum fyrir sjúklinga Miðgarðs og sjúklinga í gistingu frá kl. 12:00 – 13:00.
- Aðalinngangur og gamli aðalinngangur verða opnir frá kl. 11:45 – 12:45 um helgar og á almennum frídögum fyrir sjúklinga Miðgarðs og sjúklinga í gistingu.
- Hádegismatur er einungis borinn fram í matsal um helgar og á almennum frídögum þegar starfsemi er í Miðgarði.
- Sjúklingar sem eru í gistingu á Reykjalundi um helgar og á almennum frídögum koma í hádegismat í mötuneyti Reykjalundar um helgar á milli 12 og 13, en fá morgunhressingu og kvöldhressingu í tösku til að hafa með sér í sitt gistipláss um helgar.