Aðstaðan
Afþreying
Setustofur
Víða á Reykjalundi eru setustofur þar sem hægt er að láta fara vel um sig.
Sjónvarp
Tvær sjónvarpssetustofur eru fyrir framan matsal.
Netaðgengi
Þráðlaust gestanet næst víða í byggingum Reykjalundar.
Billjard
Billjardborð er staðsett á brú fyrir framan sundlaug og er til afnota til 21:30 mánudaga til fimmtudaga og til 16:30 föstudaga.
Pianó
Tvö píanó eru til á Reykjalundi, annað er staðsett í setustofu fyrir framan matsal og er til frjálsra afnota. Hitt er staðsett í samkomusal og er til afnota þegar salurinn er opinn og ekki í annarri notkun.
Göngu- og hjólaleiðir
Í kringum Reykjalund eru fjölbreyttar göngu- og hjólaleiðir sem nýta má til útivistar og hreyfingar. Á vef Mosfellsbæjar eru m.a. gagnlegar upplýsingar um ýmsar göngu- og hjólaleiðir og einnig göngukort sem hægt er að prenta út.
Algengar spurningar
Get ég fengið læsta hirslu?
Já, hægt er að fá læstan skáp.
Er útvarp inni á herberginu?
Nei, en hægt er að taka með sér lítið útvarpstæki.
Er sjónvarp inni á herberginu?
Nei, en sjónvörp eru á setustofum.
Er hraðbanki á Reykjalundi?
Nei, en þrír hraðbankar eru í miðbæ Mosfellsbæjar.