Svefn og vefjagigt
Áhrif endurhæfingar á svefn hjá konum með vefjagigt
Ábyrgðarmaður: Marta Guðjónsdóttir, lífeðlisfræðingur og rannsóknastjóri.
Það er vel þekkt að vefjagigt hefur mikil áhrif á svefn og svefntruflanir viðhalda einkennum vefjagigtar. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta svefn kvenna með vefjagigt og bera saman við svefn heilbrigðra jafnaldra kvenna. Svefn og svefngæði er hægt að meta bæði með hlutlægum (objective) og huglægum (subjective) hætti og verður hvorutveggja gert. Huglægt mat, þ.e. viðhorf einstaklingsins til svefns og mat hans á svefngæðum sínum, nýtni og lengd verður gert með spurningalistum og svefnskrá en hið hlutlæga verður gert með virknimæli. Alvarleiki einkenna vefjagigtarinnar, andlegt ástand (depurð, kvíði og streita), þol og holdafar verður einnig metið. Konum, sem koma í endurhæfingu á gigtarsviði Reykjalundar með staðfesta vefjagigtargreiningu, verður boðin þátttaka í rannsókninni þar til 25 hafa samþykkt þátttöku og lokið við endurhæfingartímann. Endurhæfingin tekur sex vikur. Mat verður gert við upphaf og lok endurhæfingar og síðan níu mánuðum eftir lok endurhæfingar. Auglýst verður eftir heilbrigðum konum í samanburðarhóp á vinnustöðum rannsakenda. Alls verða 25 konur í samanburðarhópnum og sambærilegar við sjúklingahópinn hvað varðar aldur og holdafar. Mælingar og mat á þeim verða með sama hætti og hjá sjúklingahópnum. Mikilvægt er að kanna hvort og þá hversu mikið vandamál svefntruflanir eru hjá konum með vefjagigt sem koma til endurhæfingar í samanburði við heilbrigðar jafnöldrur. Einnig að kanna hvernig áhrif núverandi nálgun í endurhæfingu þeirra gagnast til meðferðar á mögulega skertum svefngæðum og hvernig langtímaárangurinn er (níu mánuðir). Rannsóknin getur líka leitt í ljós hvort og þá hvernig samband er milli þols, andlegs ástands, svefnmunsturs og upplifunar á svefngæðum. Slíkar upplýsingar geta verið mjög gagnlegar til að endurskoða áherslur í meðferðinni ef með þarf.
Ábyrgðarmaður: Marta Guðjónsdóttir, lífeðlisfræðingur og rannsóknastjóri.
Það er vel þekkt að vefjagigt hefur mikil áhrif á svefn og svefntruflanir viðhalda einkennum vefjagigtar. Tilgangur rannsóknarinnar er að meta svefn kvenna með vefjagigt og bera saman við svefn heilbrigðra jafnaldra kvenna. Svefn og svefngæði er hægt að meta bæði með hlutlægum (objective) og huglægum (subjective) hætti og verður hvorutveggja gert. Huglægt mat, þ.e. viðhorf einstaklingsins til svefns og mat hans á svefngæðum sínum, nýtni og lengd verður gert með spurningalistum og svefnskrá en hið hlutlæga verður gert með virknimæli. Alvarleiki einkenna vefjagigtarinnar, andlegt ástand (depurð, kvíði og streita), þol og holdafar verður einnig metið. Konum, sem koma í endurhæfingu á gigtarsviði Reykjalundar með staðfesta vefjagigtargreiningu, verður boðin þátttaka í rannsókninni þar til 25 hafa samþykkt þátttöku og lokið við endurhæfingartímann. Endurhæfingin tekur sex vikur. Mat verður gert við upphaf og lok endurhæfingar og síðan níu mánuðum eftir lok endurhæfingar. Auglýst verður eftir heilbrigðum konum í samanburðarhóp á vinnustöðum rannsakenda. Alls verða 25 konur í samanburðarhópnum og sambærilegar við sjúklingahópinn hvað varðar aldur og holdafar. Mælingar og mat á þeim verða með sama hætti og hjá sjúklingahópnum. Mikilvægt er að kanna hvort og þá hversu mikið vandamál svefntruflanir eru hjá konum með vefjagigt sem koma til endurhæfingar í samanburði við heilbrigðar jafnöldrur. Einnig að kanna hvernig áhrif núverandi nálgun í endurhæfingu þeirra gagnast til meðferðar á mögulega skertum svefngæðum og hvernig langtímaárangurinn er (níu mánuðir). Rannsóknin getur líka leitt í ljós hvort og þá hvernig samband er milli þols, andlegs ástands, svefnmunsturs og upplifunar á svefngæðum. Slíkar upplýsingar geta verið mjög gagnlegar til að endurskoða áherslur í meðferðinni ef með þarf.