Sjálfsbjörg sjúklinga með LLT
Þróun og prófun kenningar um bætta sjálfsbjörg sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT).
Doktorsverkefni Jónínu Sigurgeirsdóttur við Læknadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi á Reykjalundi: Eyþór Björnsson læknir.
Ábyrgðarmaður: Jónína Sigurgeirsdóttir sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun.
Doktorsverkefnið skiptist í fjóra hluta.
Markmið heildarrannsóknar er: Þróun og prófun kenningar um bætta sjálfsbjörg sjúklinga með LLT eftir útskrift úr lungnaendurhæfingu.
i. Lýsing LLT sjúklinga á þörfum sínum fyrir sjálfsbjörg, leiðum til að efla sjálfsbjörg, hindrunum varðandi innskrift í endurhæfingu, hvað hefði stutt ákvörðun um að taka upp heilsusamlegra líferni.
ii. Upplifun fjölskyldumeðlims af því að eiga náinn ættingja með LLT, ræða þarfir LLT sjúklings og leiðir til að hjálpa LLT sjúklingi að draga úr hindrunum til sjálfsbjargar.
iii. Reynsla heilbrigðisstarfsfólks af þörfum LLT sjúklinga: Hverju mætti bæta við núverandi þjónustu við sjúklingahópinn til að efla sjálfsbjörg hans og fækka hindrunum til heilsueflingar.
iv. Íhlutunarrannsókn mun bera saman 12 mánaða útkomu lungnaendurhæfingar hjá LLT sjúklingum sem hafa ekki áður fengið lungnaendurhæfingu á Reykjalundi og fengið íhlutun byggða á rannsóknum i)-iii), við sambærilegan hóp eftir hefðbundna lungnaendurhæfingu á Reykjalundi.