Mæði og offita

Mæði og tíðni hjartabilunar hjá einstaklingum með offitu

Ábyrgðarmaður: Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir yfirlæknir í efnaskipta- og offituteymi

Margir einstaklingar með offitu kvarta undan mæði. Tíðni hjartabilunar hjá einstaklingum með offitu er ekki vel þekkt. Greining hjartabilunar hjá einstaklingum með offitu er flókin og erfitt getur verið að meta orsök mæði hjá þessum sjúklingahópi. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annarsvegar að meta tíðni mæði hjá einstaklingum sem koma í sérhæfða meðferð við offitu. Hins vegar að meta tíðni skertrar starfsgetu hjarta og lungna, sérstaklega hjartabilunar, hjá einstaklingum með alvarlega offitu.

Upphaf rannsóknar: 2025

 Leyfi vísindasiðanefndar: VSN2411012