Innleiðing ReDO® á Íslandi
Hagkvæmnirannsókn á innleiðingu ReDO®-16 á Íslandi
Ábyrgðarmaður: Hildur Thors læknir á Reykjalundi
Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort hagkvæmt sé að innleiða The Redesigning Daily Occupation (ReDO®) íhlutunina á Íslandi. ReDO® er inngrip sem leggur sérstaka áherslu á að finna jafnvægi í virkni og daglegu lífi og að auka líkur á að einstaklingur snúi til vinnu eða náms á ný eftir veikindi.
Rannsóknin verður framkvæmd á Reykjalundi endurhæfingarstofnun en þar starfa fjórir iðjuþjálfar sem hafa hlotið þjálfun í ReDO® íhlutuninni og hafa leyfi til að beita henni.
Þátttakendur í rannsókninni verða fullorðnir einstaklingar sem hefur verið vísað til endurhæfingar á Reykjalundvegna ýmissa sjúkdóma. Þátttakendur þurfa að hafa vilja til að breyta sinni rútínu til að ná betra jafnvægi í daglegu lífi og væntingar um að meðferðin geti haft jákvæð áhrif á líf þeirra. Veitt er fræðsla og verkfæri til breytinga í daglegu lífi og skoðað hvernig nýjar leiðir í lífinu geti gefið betri raun. Íhlutunin fer fram í 6-8 manna hópum og nær yfir 16 vikna tímabil. Þátttakendur hittast tvisvar í viku fyrstu tíu vikurnar. Fyrst gerir hver eigin athafnagreiningu, kennt um bjargráð og hindranir. Síðan að móta áætlanir og fylgja eftir markmiðum til breytinga. Í lokin er starfsnám/vinnuprófun þar sem þátttakendur hittast 3-4 sinnum og gefst tækifæri til að aðlaga áætlanir á vinnustað, skóla eða við aðra virkni.
Vísindalegt gildi rannsóknar er að kanna hvort ReDO® geti verið íhlutun sem virkar í íslensku samfélagi og þá aðgera frekari rannsóknir.
Upphaf rannsóknar: 2023
Leyfi Vísindasiðanefndar: VSNb2023020027/03.01