HAM-hópmeðferð
Árangur HAM-hópmeðferðar við þunglyndi og kvíða innan endurhæfingar.
Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur
Meginmarkmið rannsóknarinnar er að meta árangur hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) við þunglyndi og kvíða í hópi með því að bera saman niðurstöður sálfræðiprófa við upphaf og lok meðferðar. Önnur markmið eru að skoða streitu, sjálfvirkar hugsanir, hvort lengd hópmeðferðarinnar hefur áhrif á árangur og tengsl bakgrunnsbreyta og meðferðarárangurs. Búist er við því að einkenni þunglyndis, kvíða og streitu lækki fyrir hluta hópsins. Einnig er búist við því að dragi úr sjálfvirkum neikvæðum hugsunum og jákvæðar sjálfvirkar hugsanir aukist hjá þeim hluta sem ná bata. Búist er við því að tengsl finnist milli ýmissa bakgrunnsbreyta þátttakenda og meðferðarárangurs. Forvitnilegt verður að sjá hvort hærri tíðni sjálfvirkra neikvæðra hugsana í upphafi spái fyrir um einkenni þunglyndis í lok meðferðar. Rannsóknin fer fram á endurhæfingarmiðstöðinni Reykjalundi. Þátttakendur eru um 200 skjólstæðingar sem voru í endurhæfingu á Reykjalundi á árunum 2015-2022 og fengu hóp HAM meðferð við þunglyndi og kvíða. Þunglyndi er algengt vandamál á öllum sviðum samfélagsins. Algengt er að þeim sem glíma við þunglyndiseinkenni standi til boða hópmeðferð. Rannsóknir á árangri HAM hópmeðferðar hafa gefið ólíkarniðurstöður og virðast sumar breytur hindra árangur þátttakenda í slíkum hópmeðferðum en þörf er á frekari rannsóknum. Rannsóknir innan endurhæfingar eru einnig fáar.
Upphaf rannsóknar: 2022