Meðferð

Innskrift

Innskrift er tvíþætt. Fyrst kemur fólk í fjögurra daga forskoðun og mat. Vandi hvers og eins er þá greindur og lögð upp markmið og meðferðaráætlun. Þá er meðal annars hugað að aukinni hreyfingu, virkni og öðrum lífsstílsþáttum sem viðkomandi getur unnið með fram að 4-5 vikna innskrift sem í flestum tilfellum á sér stað 6-8 vikum síðar. Í sumum tilfellum þarf þó ekki á innskrift að halda og í öðrum er innskrift flýtt, allt eftir þörfum hvers og eins.

Í fjögurra til fimm vikna innskrift er lögð áhersla á einstaklingsmiðaða dagskrá. Áfram er unnið með lífsstílsbreytingar. Talsverð fræðsla fer fram, meðal annars í verkjaskóla, einnig er kennd slökun og streitustjórnun eða jafnvægi í daglegu lífi. Mikil áhersla er lögð á aukna líkamlega virkni og hreyfingu, sem stuðlar að bættu verkjaþoli. Hjá sumum er gerð vinnuathugun og eftir atvikum vinnuþjálfun. Flestir fara í hugræna atferlismeðferð (HAM) til að vinna með neikvæðar hugsanir tengdar verkjum auk þess sem unnið er með kvíða, depurð, reiði og aðra „fylgifiska“ þrálátra verkja.
Lögð er áhersla á að horfa til heilbrigðis. Í endurhæfingu er mikilvægt að hver og einn sé tilbúinn að leggja sig fram, læra og tileinka sér nýjar aðferðir og leiðir til að takast á við þráláta verki.

Útskrift og eftirfylgd

Eftirfylgd er einstaklingsbundin og fer eftir þörfum hvers og eins.


Markmiðið er að njóta lífsins þrátt fyrir verkina

Viðtal við Rúnar Helga Andrason sálfræðing í Læknablaðinu 2013/99 þar sem hann segir frá hugrænni atferlismeðferð sem meðferð við verkjum á Reykjalundi.

Viðtal við Rúnar í Læknablaðinu 2013/99 (pdf)