Heilbrigðisgagnafræði

Læknaritari

Heilbrigðisgagnafræðingar eru samstarfsmenn lækna stofnunarinnar og annast sjúklingabókhald, varðveislu og skráningu í sjúkraskýrslur allra sjúklinga sem að stofnuninni koma. Jafnframt skrá þeir hvers konar læknaskýrslur, bréf varðandi sjúkdóma og aðgerðir, annast bréfaskriftir fyrir lækna og samskipti þeirra við aðrar sjúkrastofnanir og hið opinbera.

Heilbrigðisgagnafræðingar á Reykjalundi sjá m.a. um:

  • skráningu og viðhald sjúkraskrár
  • að útbúa læknabréf
  • undirbúning innskrifta
  • útgáfu vottorða og annarra bréfa
  • skönnun og skráningu aðsendra gagna
  • skráningu meðferðarbeiðna
  • skjalavörslu
  • símsvörun og upplýsingagjöf
  • móttöku og dreifingu pósts
  • afgreiðslu leguskrár til TR 

Markmið heilbrigðisgagnafræðinga á Reykjalundi er:

  • að veita samstarfsaðilum og skjólstæðingum góða þjónustu
  • stuðla að gæðum og skilvirkni í skráningu gagna í sjúkraskrá
  • tryggja öryggi í meðferð sjúkraskráa skv. lögum