Komudagur
Fyrir komudag er gott að vera búin að borða morgunmat og taka lyf ef einhver eru. Við komu er besta að láta vita af sér í móttöku við aðalinngang. Við tökum vel á móti þér. Allir fá stundatöflu og þá aðstoð og fylgd sem þeir þurfa. Gera má ráð fyrir að fyrstu dagar fari í viðtöl og rannsóknir.
Viðveruskrá er á hverju meðferðarsviði og þarf að merkja við sig þar þegar mætt er á morgnana og þegar farið er úr húsi á kvöldin.
Hægt er að fá læstan skáp til að geyma búnað og verðmæti.
Reykjalundur er reyk- og vímuefnalaus stofnun. Hvorki er
heimilt að neyta tóbaks, rafsígarettna, áfengis, né annarra vímuefna í
húsum eða á lóð
Reykjalundar. Nær það til alls þess
húsnæðis sem nýtt er fyrir starfsemina, lóðarinnar í kring og þess
landsvæðis sem nýtt er fyrir göngur og aðra útivist. Óheimilt er að koma á Reykjalund undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. Brot á þessum reglum getur leitt til brottvísunar.
Hvað á ég að koma með
Búnaður
- Inniskór
- Íþróttabuxur og stuttermabolir
- Íþróttaskór fyrir innanhúss notkun (ekki með svörtum sólum)
- Vatnsbrúsi eða plastflaska
- Sundföt og baðhandklæði (merkja hvort tveggja)
- Útifatnaður, klæðnaður eftir veðri. Gott að hafa vatns- og vindþéttan galla, húfu, vettlinga og trefil. Mannbroddar að vetri og endurskinsmerki.
- Léttir gönguskór
- Persónulegar snyrtivörur án ilmefna
- Lesgleraugu
- Hjálpartæki (ef þú notar þau að jafnaði); merkt með nafni og síma
Lyf
- Lyfjakort
- Lyf fyrir daginn
- Innöndunarlyf og viðeigandi búnað (ef þarf)
Búnaður
- Inniskór
- Íþróttabuxur og stuttermabolir
- Íþróttaskór fyrir innanhúss notkun (ekki með svörtum sólum)
- Vatnsbrúsi eða plastflaska
- Sundföt og baðhandklæði (merkja hvort tveggja)
- Útifatnaður, klæðnaður eftir veðri. Gott að hafa vatns- og vindþéttan galla, húfu, vettlinga og trefil. Mannbroddar og endurskinsmerki að vetri.
- Léttir gönguskór
- Persónulegar snyrtivörur án ilmefna
- Handklæði og þvottapoki
- Fatnaður til skiptanna
- Lesgleraugu
- Náttföt
- Vekjaraklukka
- Lítið útvarpstæki (ef óskað er)
- Hjálpartæki (ef þú notar þau að jafnaði); merkt með nafni og síma
Lyf
- Lyfjakort
- Lyf fyrir allan dvalartímann
- Innöndunarlyf og viðeigandi búnað (ef þarf)
Búnaður
- Inniskór
- Íþróttabuxur og stuttermabolir
- Íþróttaskór fyrir innanhúss notkun (ekki með svörtum sólum)
- Vatnsbrúsi eða plastflaska
- Sundföt og baðhandklæði (merkja hvort tveggja)
- Útifatnaður, klæðnaður eftir veðri. Gott að hafa vatns- og vindþéttan galla, húfu, vettlinga og trefil. Mannbroddar og endurskinsmerki að vetri.
- Léttir gönguskór
- Persónulegar snyrtivörur án ilmefna
- Fatnaður til skiptanna
- Lesgleraugu
- Náttföt
- Vekjaraklukka
- Lítið útvarpstæki (ef óskað er)
- Hjálpartæki (ef þú notar þau að jafnaði); merkt með nafni og síma
Lyf
- Lyfjakort
- Lyf fyrir fyrstu tvo dagana
- Innöndunarlyf og viðeigandi búnað (ef þarf) fyrir fyrstu tvo dagana
Búnaður
- Þægileg föt og skór ef komið er í þolpróf eða göngupróf
- Lesgleraugu
- Hjálpartæki (ef þú notar þau að jafnaði); merkt með nafni og síma
Lyf
- Lyfjakort
- Lyf fyrir daginn
- Innöndunarlyf og viðeigandi búnað (ef þarf)