Vísindasjóður
Til þess að styðja við rannsóknir og vísindastarf á Reykjalundi er starfandi vísindasjóður. Rétt til styrkveitinga úr sjóðnum eiga allir starfsmenn Reykjalundar. Á hverju vori er auglýst er eftir umsóknum sem þurfa að vera skriflegar á sérstökum umsóknareyðublöðum. Vísindaráð leggur faglegt mat á umsóknirnar og skilar skriflega til framkvæmdastjórnar. Stjórn Reykjalundar úthlutar styrkjum úr sjóðnum, að fengnum tillögum framkvæmdastjórnar Reykjalundar, á vísindadegi Reykjalundar, sem haldinn í nóvember ár hvert.
Um Vísindasjóð Reykjalundar gilda skipulagsreglur. Hér fyrir neðan má sjá árlegar úthlutanir úr sjóðnum síðan hann var stofnaður.
- Mat á réttmæti og áreiðanleika íslenskrar þýðingar á jafnvægismælitækinu MiniBESTest. Ábyrgðarmaður: Dr. Marta Guðjónsdóttir lífeðlisfræðingur og rannsóknarstjóri
- Einkenni, líkamlegt ástand og mat á árangri þverfaglegrar endurhæfingar hjá einstaklingum með langvinn sjúkdómseinkenni eftir COVID-19. Ábyrgðarmaður: Dr. Karl Kristjánsson yfirlæknir hjartateymis
Árið 2020 barst engin umsókn í sjóðinn.
Árið 2019 barst engin umsókn í sjóðinn.
- Rannsókn á einstaklingum með starfræn taugaeinkenni: Klínísk mynd, árangur endurhæfingar og horfur.
Ábyrgðarmaður: Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs Reykjalundar - Translation, Adaptation and Psychometric Properties of the Icelandic Stroke and Aphasia Quality of Life Scale-39g: Psychometric Properties of the Icelandic SAQOL-39g
Ábyrgðarmaður: Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi
- Mat á heilsutengdum lífsgæðum einstaklinga með hjartasjúkdóma: Próffræðilegir eiginleikar MacNew Heart Disease Health-related Quality of Life Questionnaire (MacNew) and Brief Illness Perception Questionnaire (Brief IPQ).
Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur. - Árangur eftirfylgdar hugrænnar atferlismeðferðar sem byggð er á (árvekni) núvitund. Framhaldsumsókn.
Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur. - Áhrif Buteyko aðferðarinnar á hvíldaröndun og stjórnun astmasjúkdómsins hjá astmasjúklingum.
Ábyrgðarmaður: Marta Guðjónsdóttir lífeðlisfræðingur Ph.D. og rannsóknastjóri. - Heilablóðfall, málstol og lífsgæði: Rannsókn á réttmæti íslenskrar þýðingar SAQOL-39g og samanburður á lífsgæðum fólks sem fengið hefur heilablóðfall með og án málstols á Íslandi.
Ábyrgðarmaður: Þórunn Hanna Halldórsdóttir yfirtalmeinafræðingur.
- Áhrif fjar-hjúkrunarþjónustu við eftirfylgd eftir þverfaglega lungnaendurhæfingu hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Ábyrgðarmaður: Jónína Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í endurhæfingarhjúkrun og gæðastjóri.
- Prófun á réttmæti og áreiðanleika á íslenskri þýðingu á lífsgæðalista fyrir fólk með parkinsonsveiki, PDQ-39 IS 2. Útgáfa. Framhaldsumsókn. Ábyrgðarmaður: Hafdís Gunnbjörnsdóttir hjúkrunarstjóri taugasviðs.
Árið 2015 barst engin umsókn í sjóðinn.
- Áhrif sérhæfðrar jafnvægisþjálfunar á líkamsstarfsemi, athafnir og þátttöku fólks með MS sjúkdóm. Ábyrgðarmaður: Guðrún Karlsdóttir yfirlæknir taugasviðs.
- Sjálfshjálp með leiðsögn - þróun á nýrri leið til að bæta aðgengi að hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða: Forrannsókn. Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir forstöðusálfræðingur.
- Áhrif endurhæfingar á svefn hjá konum með vefjagigt. Ábyrgðarmaður: Marta Guðjónsdóttir lífeðlisfræðingur og rannsóknastjóri.
- Rannsókn á árangri meðferðar við tóbaksfíkn á endurhæfingarmiðstöðinni að Reykjalundi. Ábyrgðarmaður: Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og gæðastjóri.
- Sjálfshjálp með leiðsögn – þróun á nýrri leið til að bæta aðgengi að hugrænni atferlismeðferð við þunglyndi og kvíða: Forrannsókn. Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur.
- Árangur eftirfylgdar hugrænnar atferlismeðferðar sem byggð er á árvekni. Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur.
- Áhrif hjartaendurhæfingar á sykurstjórnun, áhættuþætti hjartasjúkdóma og lífsstíl hjá hjartasjúklingum með sykursýki II. Ábyrgðarmaður Magnús R. Jónasson, læknir.
- Atferlismeðferð með eða án magahjáveituaðgerðar hjá alvarlega offeitum (BMI≥35), 3-4 ára eftirfylgd. Ábyrgðarmaður: Ludvig Guðmundsson læknir.
- Mynstur öndunarhreyfinga hjá einstaklingum með emphysema og langvinna lungnateppu LLT (GOLD 3 og 4) í liggjandi stöðu og standandi með 45°bolhalla og stuðningi framhandleggja. Ábyrgðarmaður: Ásdís Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari.
Árið 2010 barst engin umsókn í sjóðinn.
- Heilsufarslegar breytingar sjúklinga um miðbik offitumeðferðar á Reykjalundi. Ábyrgðarmaður: Ludvig Guðmundsson læknir.
- Mun mat á eigin getu og virkni í langvinnum veikindafjarvistum, hafa forspárgildi um endurkomu til vinnu eftir atvinnulega endurhæfingu. Ábyrgðarmaður: Gunnar K. Guðmundsson læknir.
- Áhrif endurhæfingar á sjúklinga með langvinna lungnateppu eða langvinna hjartabilun. Ábyrgðarmaður: Dr. Marta Guðjónsdóttir lífeðlisfræðingur.
- Heilsutengd lífsgæði eftir heilaslag; Áreiðanleiki íslenskrar þýðingar á “Stroke Impact Scale”. Ábyrgðarmaður: H. Sif Gylfadóttir sjúkraþjálfari.
- Áhrif mikillar gönguþjálfunar með sjónáreiti á göngu parkinsonssjúklinga. Framskyggn slembuð meðferðarprófun. Ábyrgðarmaður: Ólöf H. Bjarnadóttir læknir.
- Áhrif endurhæfingar á sjúklinga með langvinna lungnateppu eða langvinna hjartabilun. Ábyrgðarmaður: Dr. Marta Guðjónsdóttir lífeðlisfræðingur.
- Prófun á réttmæti og áreiðanleika á íslenskri þýðingu á lífsgæðalista fyrir fólk með parkinsonsveiki, PDQ-39 IS 2. útgáfa. Ábyrgðarmaður: Ólöf H. Bjarnadóttir læknir.
- Prófun á réttmæti og áreiðanleika íslenskrar þýðingar matstækisins Mat á eigin iðju. Ábyrgðarmaður: Margrét Sigurðardóttir, iðjuþjálfi.
- Endurhæfing og eftirfylgd: Reynsla, þátttaka og virkni skjólstæðinga. Ábyrgðarmaður: Margrét Sigurðardóttir iðjuþjálfi.
- Creating an empowering milieu for patients in rehabilitation. Ábyrgðarmaður: Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur.
- Will a survey of self-evaluated function, work assessments, subjective health complaints and fear avoidance beliefs give a clinical and predictive contribution for return to work within long-term sick listed individuals, after vocational rehabilitation? Ábyrgðarmaður: Gunnar K. Guðmundsson læknir.
- Að takast á við langvarandi veikindi: Þáttur kvíðanæmis og annarra sálrænna þátta í því hvernig fólk upplifir veikindi sín. Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur.
- Íslensk þýðing og forprófun á greindarprófi Wechslers fyrir fullorðna (WAIS III). Ábyrgðarmaður: Inga Hrefna Jónsdóttir sálfræðingur
- Vonleysi meðal sjúklinga í geðendurhæfingu, skýringarlíkan og áhrif hugrænnar atferlismeðferðar á vonleysi. Ábyrgðarmaður: Rósa María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Meðferðarsamband fagaðila og sjúklinga sem þjást af þunglyndi og fá hugræna atferlismeðferð á geðsviði Reykjalundar. – Athugað hvernig eiginleikar sjúklinga sem þegar hafa verið greindir tengjast árangri meðferðar. Ábyrgðarmaður: Sylvía Ingibergsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Hugræn atferlismeðferð við langvinnri geðlægð: Samanburður á einstaklings- og hópmeðferð. Ábyrgðarmaður: Pétur Hauksson læknir.
- Mat á breytingu á upplifun á andnauð við endurhæfingu sjúklinga með langvinna lungnateppu (LLT). Ábyrgðarmaður: Elfa Dröfn Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur.
- Færni (ADL), radd- og kyngingarörðugleikar hjá sjúklingum með Myotonic Dystrophy og tengsl við DNA lengdarbreytingar. Ábyrgðarmaður: Reynir Arngrímsson læknir.