Reglur um rannsóknir
Reykjalundur hefur sett sér það markmið að verða virk rannsóknarstofnun í endurhæfingu. Til þess að ná því markmiði er stefnt að því að styðja rannsóknartengd verkefni, bæta möguleika starfsmanna að vera virkir í rannsóknarvinnu og efla tengsl við háskóla landsins og háskólasjúkrahús.
Á Reykjalundi gilda ákveðnar reglur um rannsóknir, sem setja rannsóknavirkni ramma til að starfa í. Í reglunum er fjallað um:
- Vísindastefnu Reykjalundar
- Skipan og hlutverk vísindaráðs
- Vísindasjóð
- Hlutverk rannsóknastjóra
- Þátttöku starfsmanna Reykjalundar í vísindarannsóknum
- Fjármál og fjárreiður vísindarannsókna á Reykjalundi