Vísindi og kennsla
Það er stefna Reykjalundar að efla rannsóknarstarf og halda uppi virkri vísindastefnu. Að því markmiði vinnur rannsóknastjóri í samvinnu við vísindaráð Reykjalundar. Um rannsóknir á Reykjalundi gilda ákveðnar reglur og starfandi er vísindasjóður sem úthlutað er úr árlega.
Öflugt rannsóknastarf byggir á mörgum þáttum. Þar má nefna:
- Þekkingu starfsmanna og áhuga á vísindum og þekkingarleit.
- Samvinnu við háskóla landsins sem byggir meðal annars á því að nemendur bæði í grunn- og framhaldsnámi vinna rannsóknarverkefni undir leiðsögn starfsmanna Reykjalundar. Í gildi eru samstarfssamningar milli Reykjalundar og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.
- Hvatningu og stuðning stjórnenda við þá starfsmenn sem sinna vísindastarfi og ljúka því með greinaskrifum í ritrýnd tímarit.