Sambýlið Hlein
Hlein er sambýli fyrir einstaklinga sem hafa fatlast mikið af völdum sjúkdóma eða slysa. Markmið starfseminnar er fyrst og fremst að hjálpa þeim að lifa eins eðlilegu lífi og hægt er. Á heimilinu búa sjö manns og hefur hvert þeirra íbúð útaf fyrir sig þar sem umhverfið er sniðið að þörfum þeirra. Vinnuhæfing og félaglegur þáttur skiptir miklu máli í markmiðum heimilisins og er því öll umönnum heimilisfólks einstaklingshæfð. Á Hlein starfa hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sjúkraliðar, félagsliðar, aðstoðarfólk, kennari, ræstitæknir og matráður. Teymisfundir og fjölskyldufundir eru haldnir reglulega.
Hlein er staðsett á lóð Reykjalundar sem rekur Hlein sem fjárhagslega sjálfstæða einingu. Íbúar Hleinar fá þjálfunar- og læknisþjónustu frá Reykjalundi. Þeir nýta sér aðbúnað þjálfunardeilda og fá auk þess aðstoð sérfræðinga Reykjalundar eftir þörfum. Í húskynnum Reykjalundar er rekin vinnustofa fyrir íbúa Hleinar.
Húsnæði Hleinar var byggt á árunum 1990-1992 að stórum hluta fyrir söfnunarfé sem Lionshreyfingin aflaði með sölu á rauðu fjöðrinni. Íbúar fluttu inn í húsið árið 1993. Húsnæðið er að fullu í eigu SÍBS, eiganda endurhæfingarmiðstöðvarinnar að Reykjalundi.
Hollvinasamtök Hleinar styðja við þá starfsemi sem fram fer á vegum Hleinar í samráði við starfsfólk og yfirstjórn Hleinar. Þeir sem hafa áhuga á að ganga í hollvinasamtökin er bent á að hafa samband við Anný Láru Emilsdóttur framkvæmdastjóra Hleinar í gegnum netfangið annylara[hjá]reykjalundur.is eða í síma 585 2092 á dagvinnutíma.