Góðvinir gáfu Reykjalundi nýtt hjartaómtæki.
Í síðustu viku voru sannarlega góðir gestir í heimsókn hjá okkur hér á Reykjalundi. Þá var hjá okkur hópur góðvina sem afhenti Reykjalundi nýtt og fullkomið hjartaómtæki að gjöf, en verðmæti gjafarinnar eru yfir 10 milljónir króna.
Hjartaómtæki nýtist starfseminni vel og það var því vel við hæfi að Inga Sigurrós Þráinsdóttir hjartalæknir veitti gjöfinni viðtöku ásamt Pétri Magnússyni, forstjóra Reykjalundar.
Gefendur er góður hópur aðila. Þeir eru: Egill Ágústsson og fjölskylda, Ágúst Ármann og fjölskylda, Oddfellow-stúka nr. 1 Ingólfur og fyrirtækin Málning, Lýsi og Fasturs i samvinnu við Hollvinasamtök Reykjalundar.
Reykjalundur þakkar góðvinunum öllum kærlega fyrir hlýthug og höfðinglega gjöf til starfseminnar.