Einhverjir hlupu 1. apríl.
Okkur hér á Reykjalundi þykir gaman að leika okkur og í gærmorgun fengu allir starfsmenn Reykjalundar fundarboð um áríðandi starfsmannafund sem átti að fara fram í hádeginu í gær, 1. apríl. Í fundarboðinu sagði meðal annars:
„Nú er Reykjalundur 80 ára og í tilefni því finnst mörgum, m.a. úr hópi yngri starfsmanna, kominn tími á poppa upp nafnið okkar og nútímavæða það til samræmis við breytingar í samfélaginu. Jafnframt hefur komið fram í tengslum við alþjóðlegu CARF-gæðavottunina að nafnið Reykjalundur er flókið og óþjálft í alþjóðlegu samstarfi.
Vegna þessa hefur dómnefnd valið nýtt nafn og nýtt lógó fyrir starfsemina okkar sem gaman er að kynna á 80 ára afmælis starfseminnar. Við val á nýja nafninu og nýja lógóinu var eftirfarandi haft í huga:
• Staður fyrir endurnýjun og vellíðan.
• Táknar lífsorku og endurheimt.
• Vísar til nýrra sjóndeilda og framtíðar.
• Staður fyrir endurnýjun og vellíðan.
• Vísar í nýtt upphaf og umhyggju.“
Nýtt nafn og nýtt lógó verður kynnt á starfsmannafundi kl 12:15 í dag.“
Hér var um saklaust apríl-gabb að ræða í tilefni dagsins en hafa heyrst sögur að um einhverja hafi farið þegar tilkynnt var að breyta ætti nafni Reykjalundar. Flestir sáu nú í gegnum þetta en nokkrir hlupu þó fyrsta apríl og mættu á fundinn. Þeir hinir sömu voru leystir út með veitingum um leið og þeir kynntu sér nýtt nafn og nýtt lógó sem gervigreind bjó til og er vægast sagt hræðilegt eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Auðvitað stendur ekkert til að breyta flottu nafni gamla góða Reykjalundar svo flestir höfðu gaman að uppátækinu.