Föstudagsmolar forstjóra 21. mars 2025 - Árshátíðarnefnd með mikilvæg skilaboð.
Ágæta samstarfsfólk hér á Reykjalundi,
Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir góða þátttöku í myndatökunum okkar í vikunni. Flestar deildir, teymi og einingar hafa þegar mætt og látið smella af sér mynd. Síðasti myndadagurinn er á mánudaginn og þá eru einhverjir bókaðir. Þeir sem eiga eftir að bóka tíma eru vinsamlegast beðnir um að gera það sem fyrst með því að hafa samband við móttökuna. Einnig minni ég á að ef þið hafið hugmyndir af einhverju skemmtilegu myndefni úr daglegu starfi megið þið endilega láta vita og vil ég þakka þeim sem þegar hafa verið í sambandi með góðar hugmyndir. Til gamans er hér eitt sýnishorn úr myndatökunum en þessi skemmtilega mynd með molunum í dag var tekin inn á vakt á Miðgarði í vikunni.
Annars er það árshátíðin sem er aðalmálið hér á Reykjalundi þessa dagana en um næstu helgi verður hápunktur ársins í íslensku skemmtanalífi þegar tæplega 200 starfsmenn og fylgdarlið þeirra gerir allt vitlaust á árshátíð Reykjalundar. Ég hlakka til fjörsins með ykkur og sendi kærar þakklætiskveðjur til árshátíðarnefndarinnar sem hefur staðið í ströngu undanfarið við undurbúninginn. Það er því vel við hæfi að fá stutt innlegg hér í molana frá þeim stöllum, Kristínu, Gyðu og Magnínu.
Sjáumst á laugardag í geggjuðum gír – góða helgi!
Pétur
Föstudagsmolar 21. mars 2025 – Frá Árshátíðarnefnd.
Samfélagið okkar leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að vinna hörðum höndum og tileinka sér ysmenningu. Við heyrum staðhæfingar eins og „engir frídagar!“ og sjá fólk fá hrós fyrir að fara umfram skyldustörf til að hámarka framleiðni sína.
Þó að það sé aðdáunarverður hæfileiki að nota tímann okkar skynsamlega og leggja okkur fram, þá er líka mikilvægt að muna að þegar við leggjum hart að okkur ættum við líka að geta leikið okkur af krafti.
Að skemmta sér og upplifa ánægju og gleði í lífinu er alveg jafn mikilvægt og að vera afkastamikill.
Fyrir það fyrsta, ef við gefum okkur ekki tíma til að slaka á og skemmta okkur, munum við bara halda áfram að byggja upp streitu, sem getur leitt til kulnunar og dregið úr afkastagetu.
Að skemmta sér hefur líka jákvæð líffræðileg áhrif. Ánægjulegar athafnir losa um dópamín sem leiðir til jákvæðni og getur unnið gegn vanlíðan og streitu.
Að lokum, það að hafa gaman gefur okkur tækifæri til að styrkja tengslin við aðra. Að stunda skemmtilegar athafnir gerir okkur sjálf að betri félagsskap og að gera þessar athafnir með öðrum getur skapað varanlegar minningar sem munu færa okkur hamingju alla ævi.
Ástæðan fyrir þessum orðum er sú að nú er komið að ÁRSHÁTÍÐ REYKJALUNDAR!
Við í árshátíðarnefnd höfum varið góðum tíma í að skipuleggja viðburð sem við vonum að verði talað um næstu árin. Þannig við segjum bara dustið rykið af dansskónum og mætið með góða skapið næstkomandi laugardag. Við viljum vekja athygli á að fordrykkur í boði Reykjalundar hefst kl 18:30 og dagskrá hefst rúmlega 19 þannig við mælum með að fólk mæti tímanlega í fordrykkinn og gleymi sér ekki of lengi í fyrirpartýum 😉 Einnig minnum við á að hafa miðann sinn með sér, það gæti verið að það leynist glaðningur á bak við miðanúmerið ykkar.
Stuðkveðjur frá okkur í árshátíðarnefnd 2025,
Kristín, Gyða og Magnína