20.03.2025

Persónuvernd og upplýsingaöryggi í öndvegi.

Í gær fékk upplýsingaöryggisnefnd á Reykjalundi góðan gest, Gunnhildi Erlu Kristjánsdóttur, lögfræðing og persónuverndarfulltrúa Reykjalundar og Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu til að fræða okkur um upplýsingaöryggi og persónuvernd. Gunnhildur hefur starfað við persónuverndarmál frá árinu 2017 og er öllum hnútum kunnug í þeim efnum.

Á fundinum var farið yfir upplýsingaöryggismál, reglur um meðferð gagna og leiðbeiningar um örugga netnotkun. Sérstök áhersla var lögð á trúnaðarskyldu, öryggisreglur í tölvupósti og samfélagsmiðlanotkun starfsfólks. Einnig var rætt um mikilvægi réttinda sjúklinga varðandi aðgang að sjúkraskrám og hvernig tryggja megi örugga meðferð vinnuskjala.

Upplýsingaöryggisnefnd, sem samanstendur af Astrid Sörensen, Ár¬dísi Björk Ármanns¬dóttur, Berglindi Gunnars¬dóttur, Fannari Sólbjartssyni og Ólöfu Árnadóttur, mun áfram vinna að því að efla öryggisvitund innan vinnustaðarins.

Mikilvægi þess að tryggja öryggi gagna hefur aldrei verið meira og brýnt að við vinnum öll saman í átt að auknu öryggi gagna og að unnið sé í samræmi við lög og reglugerðir sem lúta að gagnaöryggi og persónuvernd. 

Upplýsingaöryggisnefnd er ávallt tilbúin til skrafs og ráðagerða hvað þessi mál snertir og við hvetjum starfsfólk til að leita til okkar þau atriði sem valda áhyggjum eða vangaveltum.

 

Til baka