Skemmtileg heimsókn frá fulltrúum FSMA.
Nýlega voru hér í heimsókn góðir gestir. Þeir komu á vegum félagsins FSMA á Íslandi en þetta er félag aðstandenda og einstaklinga sem haldnir eru SMA sjúkdómnum, Spinal Muscular Atrophy, á Íslandi. Á heimasíðu félagsins segir: „Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna þeirra einstaklinga sem haldnir eru SMA sjúkdómnum og aðstandenda þeirra. Tilgangur félagsins er einnig að stuðla að því að lækning finnist sem fyrst við sjúkdómnum og miðlun upplýsinga honum tengdum, jafnt til þeirra sem tengjast sjúkdómnum beint sem og til almennings.“
Annars er SMA (Spinal Muscular Atropy) alvarlegur taugahrörnunarsjúkdómur þar sem óeðlilegur frumdauði tengdur mænu veldur útbreiddri vöðvarýrnun í líkamanum.
Félagið FSMA er í skemmtilegu alþjóðlegu samstarfsverkefni við Tékkland og Slóvakíu og var ákveðið að bjóða aðilum verkefnisins, sem nýlega funduðu hér á landi, í heimsókn hingað á Reykjalund. Gestir FSMA létu mjög vel að heimsókninni hingað en það voru Sóley taugalæknir og Pétur forstjóri sem tóku á móti hópnum.