13.03.2025 Til baka
Nemar á Reykjalundi.
Við hér á Reykjalundi höfum alltaf gaman að því að fá nema til okkar og miðla áfram mikilvægi endurhæfingar fyrir samfélagið okkar. Þessi skemmtilega mynd var tekin í nemastofunni okkar. Hér eru það Gestur Vagn Baldursson nemi í sálfræði, Unnur María Agnarsdóttir og Magna Þórey Guðbrandsdóttir læknanemar. Magna og Unnur eru að vinna BS verkefni, Magna um áhrif endurhæfingar hjá einstaklingum með lungnakrabbamein og Unnur um mæði hjá einstaklingum með offitu. Gestur er í starfsnámi í sálfræði.