10.03.2025

Fjölþjóðlegt samstarfsverkefni um lungnasjúkdóma.

Verkefninu "Joint Action on chronic REspiratory Diseases" (JARED) var hleypt af stokkunum á fundi rannsóknaraðila í Budapest 29. janúar síðast liðinn. Verkefninu er stýrt af National Korányi Institute for Pulmonology (NKIP) í Ungverjalandi.  Markmið þess er að styrkja og viðhalda þeirri  vinnu sem þegar hefur farið fram á vegum Evrópusambandsins til að finna lausnir á og  draga úr heilsufarslegum byrðum sem hljótast af langvarandi lungnasjúkdómum. Ætlunin sé  að bæta snemmgreiningu þessara sjúkdóma og styðja við framkvæmd á meðferð. 
 
Sjúkdómar í öndunarfærum svo sem astmi, langvinn lungnateppa, millivefssjúkdómar í lungum og atvinnusjúkdómar í lungum eru verulegt lýðheilsuvandamál í Evrópu. JARED, sem er stutt af EU4Health programme, hefur sameinað 35 stofnanir í 14 löndum á sviði heilsugæslu, heilbrigðisvísinda og kennslu, og er ætlað að bæta fyrirbyggjandi meðferð þessara sjúkdóma, stuðla að nýsköpun í meðferð og vekja athygli meðal Evrópuþjóða um mikilvægi lungnaheilsu.  
 
Af markmiðum JARED má nefna notkun stafrænnar tækni sem gerir sjúklingum kleift að fylgjast með ástandi sínu að heiman og heilbrigðisstofnunum að stýra meðferð gegnum fjarlækningar.  Jaðararsettir hópar vegna búsetu eða félagslegrar stöðu, fá sérstaka athygli.  
Vinna er þegar hafin við verkefni sem er ætlað að bæta loftgæði innanhúss.  Ennfremur er ætlunin að vinna fræðsluefni um mikilvægi bóluefna og skipuleggja þjálfun í framkvæmd bólusetninga.  Verkefnið mun vekja athygli á mikilvægi hreins innöndunarlofts og þeirri hættu sem stafað getur af nýjum tegundum tóbaksafurða og öðrum neysluvörum sem innihalda níkótín, Þetta samstarf mun hjálpa Evrópu í átt að heilbrigðari framtíð þar sem langvinnir lungnasjúkdómar kosta færri mannslíf 
 
Heilbrigðisráðuneytið/embætti landlæknis hefur falið Reykjalundi  að taka þátt í þessu verkefni fyrir hönd Íslands og eru það þau Marta Guðjónsdóttir rannsóknastjóri og Eyþór Björnsson yfirlæknir lungnateymis sem halda utan um málin fyrir okkar hönd.

 

Til baka