06.03.2025 Til baka
Upp er runninn öskudagur…
Það er alltaf líf og fjör hér á Reykjalundi á öskudaginn og margir starfsmenn klæða sig í búninga til að gleðja sig og aðra. Þessi öskudagur var engin undantekning. Það er þó á engan hallað þó fullyrt sé að starfsmenn iðjuþjálfunar séu í sérflokki á þessum degi og hefur það verið svo árum saman. Í dag voru þær allar klæddar upp sem Vigdís Finnbogadóttir og voru hver annarri flottari.
Fjórir starfsmenn voru verðlaunaðir fyrir búninga í dag.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá öskudeginum en ekki náðust nærri því allir á mynd.