04.03.2025
„Skýr hvati til endurhæfingar og vinnu.“
Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur Öryrkjabandalagsins var einn af þeim sem hélt erindi á afmælisráðstefnunni okkar í febrúar. Þar fjallaði hann um heilsuhagfræði og endurhæfingu og segir, í stuttu máli, að þá margborgar endurhæfing sig. Í gær var í Morgunblaðinu áhugavert viðtal við Gunnar í tengslum við erindið þar sem meðal annars er rætt um mikilvægi endurhæfingar út frá heilsuhagfræðilegu og fjárhagslegu sjónarhorni.