26.02.2025 Til baka
Hjartateymið með fróðlega fræðslu.
Á dögunum var hjartateymið okkar með áhugaverða fræðslu um áhrif hreyfingar á hjartað, ekki síst rannsókn um mikilvægi göngu til að auka lífslíkur en það var Karl Kristjánsson læknir sem hafði framsögu fyrir hönd teymisins. Góð mæting var enda efnið áhugavert. Fræðslan var hluti af „Fróðleysu“ sem eru fræðslufundir sem við hér á Reykjalundi höldum einu sinni í mánuði og eru þeir hugsaðir fyrir starfsfólk. Fræðslan getur verið af ýmsum toga og hugsuð bæði til skemmtunar og fróðleiks. Fyrirlesarar eru ýmist úr okkar röðum hér á Reykjalundi eða utanaðkomandi aðilar.
Á myndinni er hluti hjartateymisins og við sendum þeim og Fróðleysu-nefndinni bestu þakkir fyrir skemmtilega og áhugaverða fræðslu!