24.02.2025

Konudagsglaðningur Reykjalundar.

Í gær var konudagurinn sem er fyrsti dagur mánaðarins góu í gamla norræna tímatalinu. Við hér á Reykjalundi héldum upp á konudaginn í hádeginu í dag þegar konum úr hinu magnaða starfsliði Reykjalundar var boðið upp á litla gjöf og smá hressingu. Þetta mæltist sannarlega vel fyrir en það voru þeir Gústi, Heimir og Fannar ásamt Pétri forstjóra sem sáu um að afhenda gjafirnar.
Til hamingju með konudaginn kæru samstarfskonur!

 

Til baka