Mjög vel heppnuð afmælisráðstefna.
Í gær fór fram glæsileg ráðstefna um endurhæfingu á vegum Reykjalundar í tilefni af 80 ára afmæli okkar á þessu ári. Tæplega 250 manns voru skráðir til leiks og hlustuðu á metnaðarfulla dagskrá um stöðu mála í endurhæfingu. Heilbrigðisráðherra flutti líflegt og áhugavert ávarp, farið var yfir mikilvægi endurhæfingar út frá heilsuhagfræði, rætt um nýjungar, velta upp framtíðarsýn og erlendur gestur sem kynnti alþjóðalega CARF-gæðavottun sem Reykjalundur stefnir á að fara í gegnum nú síðar á árinu. Síðast en ekki síst var fléttað við inn í dagskrána stuttum kynningum frá fjölda aðila sem í málaflokknum starfa. Ráðstefnan heppnaðist mjög vel.
Gísli Einarson fjölmiðlamaður stýrði dagskránni af alkunnri snilld og í lokin lét hann þessa limru falla:
Endurhæfing ætla ég
að ætti að vera skemmtileg
skörp og skýr
ekki of dýr
og þokkalega þverfagleg.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum. Rástefnunefndin þakkar öllum fyrir sín merkinu innlegg og þátttakendum kærlega fyrir komuna.