Föstudagsmolar 24.janúar 2025 – Frá framkvæmdastjóra þjálfunar og ráðgjafar
Kæra samstarfsfólk
Í dag er upphaf þorra og þorrablótavertíð landans því í þann veginn fara af stað . Fyrsti dagur í þorra er svo venju samkvæmt bóndadagurinn og af því tilefni var karlpeningur staðarins óvænt boðaður til skyndifundar í Grímansfelli í morgun. Þar beið Guðbjörg mannauðsstjórinn okkar Léttan morgunverð ásamt óvæntum glaðning í tilefni dagsins. Myndin sem fylgja föstudagsmolunum að þessu sinni er af kátum körlum með glaðninginn sinn.
Staða stefnumótunar
Framkvæmdstjórn hefur nú í byrjun árs skoða hvar staðan er á einstökum þáttum sem komu út úr stefnumótunarfunda sem öllum starfsmönnum gafst kostur á að taka þátt í vorið 2023. Það er holt að líta aðeins í baksýnisspegillinn og gaman að sjá að á þessu eina og hálfa ári hafa mörg skref verið stigin sem ýmist taka beint á þeim þáttum sem áhersla var lögð á eða sem breyta skipulagi á þann hátt að auðveldara verður að gera breytingar. Þannig hefur skipun stýrihóps búið til vettvang sem ásamt framkvæmdastjórn mun taka þátt í stýra meðferðarsviðunum þvert á teymin og samræma vinnu þeirra. Einnig mun svo sú ákvörðun að sækja um og fá alþjóðlega CARF gæðavottun í endurhæfingu á starfið okkar leggja þær kröfur á starfsemina að við séum á pari við það sem best gerist. Vottunin snýst ekki einungis um að uppfylla staðlaðar kröfur heldur tekur einnig til þess að vottaðar stofnanir séu með ferla í gangi til að viðhalda gæðum og festa í sessi sífeldar umbætur. Margt af því sem innifalið er í CARF tekur svo til þátta sem niðurstöður stefnumótunarinnar leiddu í ljós að bæta þyrfti.
Helstu áhersluflokkar í stefnumótuninni voru: Rétt þjónusta á réttum stað, Aðlagandi vinnuumhverfi, Tækni og upplýsingamál, Öflugt samstarfsnet um allt land og Rannsóknir, kennsla og símenntun. Á tveimur fyrstu starfsmanna fundum ársins er stefnan að fara yfir hvernig þetta allt tengist. Á fundinum okkar á næstu viku munum við fara betur yfir hvernig hlutverk stýrihopsins er hugsað og síðan er stefnt á að á fundinum sem verður um miðjan mars förum við yfir hver er staðan á einstökum áhersluþáttum sem komu út úr stefnumótuninni.
Karl á læknadögum
Læknadagar voru í vikunni og á mánudeginum var Karl okkar Kristjánsson læknir með erindi á málstofunni sem kallaðist Lækningamáttur hreyfingar í daglegu lífi. Þó við hér á Reykjalundi séum öll meðvituð um jákvæð áhrif reglulegrar hreyfingar og predikum það reglulega fyrir okkar sjúklinga þá er það alls ekki svo að allir séu meðvitaðir um þetta. Það er því mikilvægt að breiða út boðskapinn og hefur erindi Karls fengið talsverða athygli. Í erindinu sagði Karl meðal annars frá rannsókn sem tók til 220 þúsund manns í yfir sex löndum og fylgdi því eftir yfir sjö ára tímabili. Meðal niðurstaða í þessari stórmerku rannsókn er að það að auka skerfafjölda inn um 1000 skref á dag reyndist lækna dánartíðni fólks um fimmtán prósent.
Að lokum vil ég minna áhugasama á að skrá sig á afmælisráðstefnuna okkar sem verðir 12.febrúar n.k.
Góða helgi
Óskar Jón Helgason
Bestu kveðjur